Viðskipti innlent

Hækkanir og lækkanir í Kauphöllinni

Bogi Pálsson er stjórnarformaður Flögu.
Bogi Pálsson er stjórnarformaður Flögu.

Flaga Group hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 11,76 prósent. Þar á eftir kom Century Aluminum sem hækkaði um 2,88 prósent og Atlantic Petroleum hækkaði um 2,36 prósent.

Úrvalsvísistalan lækkaði hins vegar um 0,82 prósent í dag og stendur í 4860 stigum. Exista lækkaði mest allra félaga, eða um 3,21 prósent en þar á eftir komu SPRON sem lækkaði um 2,89 og Bakkavör sem lækkaði um 2,63 prósent.

Gengi íslensku krónunnar styrktist eilítið eftir lækkun í síðustu viku. Styrktist gengið um 0,5 prósent og stendur gengisvísitalan því í 158 stigum. Dollarinn er nú í 79 krónum, pundið í 153 krónum og evran í 122 krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×