Viðskipti erlent

Kjöltudans með hádegismatnum í fjármálahverfi London

Stærsti nektardansstaður Bretlands, For Your Eyes Only, opnaði nýlega nýjan stað í fjármálahverfi London. Það ku færast í aukana að stressaðir verðbréfasalar og bankamenn horfi á súlumeyjar og kaupi jafnvel kjöltudans í hádegismatarhléum sínum.

Samkvæmt umfjöllun á CNN færist það í vöxt að nektarstaðir í og við fjármálahverfi London hafi opið í hádeginu. Viðskiptamenn hittast þar og skemmta gestum sínum með nokkrum léttklæddum stúlkum.

En það eru ekki allir jafnhrifnir af þessu. Talsmaður kvennahreyfingarinnar The Fawcett Society segir að þetta sé karlremba af versta tagi. Eigandi nektardansstaðarins sér hinsvegar ekkert að þessu..."svo lengi sem við erum ekki að misnota stúkurnar," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×