Viðskipti erlent

Englandsbanki í klemmu vegna verðbólgu og vaxtastigs

Englandsbanki segir að verðbólga í landinu muni haldast áfram við eða yfir viðmiðunarmörkum og að það komi í veg fyrir stýrivaxtalækkanir hjá bankanum.

Verðbólgan mælist nú 3% á Bretlandseyjum en viðmiðunarmörkin eru á bilinu 2-3% og eiga að verða 2% eftir tvö ár. Englandsbanki segir að ekki sé mögulegt að halda verðbólgunni við 2% markið eftir tvö ár ef stýrivextir bankans verða lækkaðir í 4,5% á næsta ári eins og væntingar eru um.

Englandsbanki hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5% í síðasta mánuði þrátt fyrir töluverðan þrýsting á að lækka þá til að létta undir með erfiðleikunum á fjármálamarkaðinum í Bretlandi. Hinsvegar var vöxtunum haldið óbreytt sökum þess hve verðbólgan er há og engin teikn á lofti um að hún lækki á næstu ársfjórðungum.

Ef verðbólgan fer yfir 3% markið ber bankastjóra Englandsbanka að skrifa fjármálaráðherra landsins bréf þar sem tíundað er með hvaða hætti hann ætli sér að ná tökum á verðlaginu.

Bankastjórinn hefur aðeins einu sinni skrifað slíkt bréf en það var árið 1997 er verðbólgan fór í 3,1%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×