Viðskipti erlent

Icahn vill skipta út stjórninni í Yahoo!

Bandaríski milljarðamæringurinn Carl Icahn er sagður vera að undirbúa herferð sem miðar að því að skipta út stjórninni í Yahoo! í kjölfar þess að fyrirtækið hafnaði umleitunum Microsoft sem vildu kaupa félagið.

Icahn er fornfrægur hlutabréfamógúll á Wall Street, og sagður vera fyrirmyndin að Gordon Gekko sem Michael Douglas lék í kvikmyndinni Wall Street, hefur keypt stóran hlut í Yahoo! undanfarið.

Nú vill hann skipta út stjórninni með það að augnamiði að knýja á um nýjar samningaviðræður við Microsoft en margir undruðust þegar tilboði Microsoft var hafnað enda um háar fjárhæðir að ræða eða um 48 milljarða bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×