Viðskipti erlent

Viðskiptadeild HR meðal 50 bestu í Evrópu

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er í hópi 50 bestu viðskiptaháskóla/deilda í V-Evrópu.

Þetta er niðurstaða nýrrar alþjóðlegrar úttektar á bestu viðskiptaháskólum heims. Eduniversal sem er óháð stofnun, stóð fyrir þessari úttekt, sem staðið hefur yfir síðan í október 2007.

Tólf manna sérfræðinefnd valdi 1000 skóla í lokaúrtakið eftir að hafa farið yfir um 4000 viðskiptaháskóla og -deildir og beitt fjölmörgum ólíkum viðmiðum.

Í úttektinni varð viðskiptadeild HR í 46. sæti á listanum. Í efsta sæti varð Copenhagen Business School í Danmörku og í öðru sæti varð London Business School í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×