Viðskipti innlent

Baugur frestar flutningihöfuðstöðvanna

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Stefán H. Hilmarsson sem er staðgengill forstjóra Baugs, segir framkvæmdir hafa gengið hægar en vænst var við gerð nýrra höfuðstöðva félagsins.
Stefán H. Hilmarsson sem er staðgengill forstjóra Baugs, segir framkvæmdir hafa gengið hægar en vænst var við gerð nýrra höfuðstöðva félagsins. MYND/gva
„Við ætluðum að flytja um páskana en urðum að fresta því,“ segir Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Baugs Group.

Félagið hefur nú frestað fram á haust fyrirhuguðum flutningi höfuðstöðva félagsins úr Túngötu í Borgartún í Reykjavík þar sem þróunarfélagið Þyrping reisir stórhýsi.

„Framkvæmdir hafa gengið mun hægar en við áttum von á,“ segir Stefán, en áréttar að félagið sé áfram með leigusamning um húsnæðið í Borgartúni. „Við erum nú að velta fyrir okkur að flytja með haustinu að öllu óbreyttu.“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×