Bankahólfið: Hógværir 14. maí 2008 00:01 Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira