Viðskipti innlent

Icelandair flugmenn fljúga fyrir Air Finnland

Ellefu flugmenn hjá Icelandair munu fá launalaust leyfi hjá félaginu til þess að fljúga fyrir finnska flugfélagið Air Finnland nú í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Munu þeir allflestir fara í flugstjórasæti á B757 vélum Air Finnland," segir í fréttabréfinu.

Að auki munu fleiri íslenskir flugmenn vera á leið til finnska flugfélagsins frá öðrum íslenskum flugrekendum auk nokkurra sem ekki eru starfandi í dag.

Þá kemur einnig fram að fimm aðrir flugmenn séu í launalausu leyfi hjá Icelandair þannig að sextán flugmenn verða í leyfi hjá félaginu næstu mánuðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×