Viðskipti innlent

Hræddir Norðmenn tóku út 3,7 milljarða hjá Kaupþingi

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.

Norskir viðskiptavinir Kaupþings tóku út 3,7 milljarða íslenskra króna af sparifé sínu á reikningum hjá Kaupþingi í Noregi fyrstu þrjár vikurnar í apríl. Þetta kemur fram á vef norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv.

Því skal haldið til haga að innlán Kaupþings í Noregi jukust um 23,4 milljarða fyrstu þrjá mánuði þess árs en óróleiki á mörkuðum og sögusangir um veika stöðu íslenskra banka höfðu þær afleiðingar að norskir viðskiptavinir bankans fóru á taugum og tóku út sparifé sitt.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir í greininni að starfsemi bankans í Noregi sé veikasti hlekkurinn í keðju Kaupþings.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×