Viðskipti erlent

Tyrkir ná af okkur hæstu stýrivöxtum Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tyrkneska líran styrktist um 0,8% gagnvart bandaríkjadal sem gjaldeyrispennum Bloomberg-vefjarins þykja nokkur tíðindi.

Segja þeir þó viðbúið að seðlabanki Tyrklands muni finna sig knúinn til að hækka stýrivexti vegna verðbólgunnar þar í landi og spá þeim í 15,75% á stýrivaxtaákvörðunardeginum 16. maí. Verða það þá hæstu stýrivextir í Evrópu og fara meira að segja fram úr 15,5% stýrivöxtum Seðlabanka Íslands benda þeir Bloomberg-menn á.

Tyrkneski seðlabankinn gaf út þá yfirlýsingu 30. apríl að líklegast væri að stýrivextirnir hækkuðu vegna þátta sem bankinn hefði enga stjórn á, s.s. hækkandi olíu- og matvælaverðs sem gerði það illmögulegt að halda í við 4% verðbólgumarkmiðið sem Tyrkir hafa sett sér. Tólf mánaða verðbólga þar er nú 9,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×