Viðskipti erlent

Sothebys vonar að málverk Bacons bjargi sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málverk eftir Francis Bacon. Ekki þó það sem um ræðir.
Málverk eftir Francis Bacon. Ekki þó það sem um ræðir.

Uppboðsfyrirtækið Sothebys gerir ráð fyrir aðTriptych málverk eftir Francis Bacon, verði selt á allt að 70 milljónir Bandaríkjadala. Þetta samsvarar um 5,5 milljörðum íslenskra króna. Sothebys vonar að allt að 477 milljóna dala tekjur fáist í næstu viku, sem samsvarar 38 milljörðum króna.

Sothebys upplýsti í gær að tap hefði verið á rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi 2008. Sothebys segir að tekjur hafi dregist saman um 12%, eða um 960 milljónir íslenskra króna. Talsmenn Sothebys segja að ástæðuna megi helst rekja til lægri tekna af sölu og meiri kostnaðar vegna starfsmannahalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×