Viðskipti erlent

Guinness leggur niður 250 störf

Diaego, eignarhaldsfélagið sem rekur Guinnes, áformar að selja helming af fasteignum Guinness verksmiðjunnar og leggja niður 250 störf til að aðlaga hið fornfræga írska fyrirtæki að framtíðinni.

Salan á fasteignum Guiness verksmiðjunnar í Dublin gæti aukið á vangaveltur um að Diageo hafi hug á að selja Guinness fyrirtækið í heild sinni. Þessu hafnar Paul Walsh, forstjóri Diageo. Hann sagði í gær að félagið hefði fimm ára áætlun fyrir Guinness. „Þetta ætti að gera Guinness að verðmætari eign fyrir Diageo og hluthafa þess," sagði Walsh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×