Viðskipti innlent

Flugfélag Íslands leigir Fokker 50 vél til lettneska flugfélagsins Air Baltic

Flugfélag Íslands og lettneska flugfélagið Air Baltic hafa skrifað undir

viljayfirlýsingu um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til

Air Baltic.

Afhending vélarinnar mun fara fram í byrjun september nk. og

mun Air Baltic hafa hana fram í miðjan maí á næsta ári eða í um 9 mánuði.

Vélin verður því tilbúin til notkunar fyrir háannatímabil í rekstri

Flugfélags Íslands sem er frá miðjum maí fram í september.

Stefnt er að því að vinna að frekara samstarfi félaganna þar sem mismunandi árstíðasveiflur í rekstri þeirra geta gefið af sér ákveðin samlegðaráhrif.

Air Baltic er í eigu lettneska ríkisins og flugfélagsins SAS. Félagið

flutti yfir 2 milljónir farþega á síðastliðnu ári. Flugvélafloti Air Baltic

samanstendur af 23 flugvélum, 2 Boeing 757-200, 10 Boeing 737-500s, 3

Boeing 737-300 og 8 Fokker 50.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×