Skilur vel vonbrigði hluthafa FL Group 9. maí 2008 15:42 Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, skilur það vel að vonbrigði séu hjá hluthöfum með það hvernig hlutabréfaverð hafi þróast hjá félaginu en það verði að horfa á það að hlutabréf hafi almennt lækkað á markaði. Jón var gestur í hádegisviðtali Markaðarins í dag. Um tæplega 48 milljarða króna tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi sagði Jón að árangurinn væri ekki ásættanlegur en hann litaðist af því umhverfi sem verið hefði. Það hefðu gríðarlegar niðursveiflur átt sér stað á markaði, þar á meðal á stórum hlut félagsins í Glitni. Félagið hefur brugðist við tapinu undanfarin misseri með því að selja hluti sína í ýmsum félögum eins og Commerzbank og Finnair. Aðspurður sagði Jón að til stæði að selja fleiri eignir. Við breytingar á síðustu mánuðum hefði verið stefnt að því að minnka markaðsáhættu félagsins og endurskipuleggja eignir. „Við höfum unnið eftir því plani og ég geri ráð fyrir, já, að það verði áfram einhver endurskipulagning í eignasafninu og það einfaldað og áhersla lögð fyrst og fremst á þessar þjár kjarnaeignir okkar í Glitni, TM og Landic," segir Jón. Meðal þess sem félagið íhugar að selja er fasteignafélagið Eik og ýmsar óskráðar eignir. Jón segir félagið standa vel þrátt fyrir mikla ágjöf að undanförnu. Búið sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara tap. Aðspurður hvað hann vildi segja við þá sem hefðu lagt sparnað sinn í FL Group og væru nú fúlir yfir gengi þess sagði Jón að hann skildi vel að það væru vonbrigði hvernig hlutabréfaverð hefði þróast. Það yrði að líta á það hvernig þróun hefði verið á markaði. Félagið hefði vissulega lækkað mikið en „ég held að það sé nú ekki mikill ágreiningur um það að það sé rétt ákvörðun að afskrá félagið. Við höfum alla vega ekki orðið varir við það að þau sjónarmið hafi verið sérstaklega á lofti," sagði Jón. Hann benti á hluthafar gætu selt hlut sinn og fengið skráð bréf í Glitni. Félögin væru tengd og hann teldi að peningum væri vel varið þar. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, skilur það vel að vonbrigði séu hjá hluthöfum með það hvernig hlutabréfaverð hafi þróast hjá félaginu en það verði að horfa á það að hlutabréf hafi almennt lækkað á markaði. Jón var gestur í hádegisviðtali Markaðarins í dag. Um tæplega 48 milljarða króna tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi sagði Jón að árangurinn væri ekki ásættanlegur en hann litaðist af því umhverfi sem verið hefði. Það hefðu gríðarlegar niðursveiflur átt sér stað á markaði, þar á meðal á stórum hlut félagsins í Glitni. Félagið hefur brugðist við tapinu undanfarin misseri með því að selja hluti sína í ýmsum félögum eins og Commerzbank og Finnair. Aðspurður sagði Jón að til stæði að selja fleiri eignir. Við breytingar á síðustu mánuðum hefði verið stefnt að því að minnka markaðsáhættu félagsins og endurskipuleggja eignir. „Við höfum unnið eftir því plani og ég geri ráð fyrir, já, að það verði áfram einhver endurskipulagning í eignasafninu og það einfaldað og áhersla lögð fyrst og fremst á þessar þjár kjarnaeignir okkar í Glitni, TM og Landic," segir Jón. Meðal þess sem félagið íhugar að selja er fasteignafélagið Eik og ýmsar óskráðar eignir. Jón segir félagið standa vel þrátt fyrir mikla ágjöf að undanförnu. Búið sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara tap. Aðspurður hvað hann vildi segja við þá sem hefðu lagt sparnað sinn í FL Group og væru nú fúlir yfir gengi þess sagði Jón að hann skildi vel að það væru vonbrigði hvernig hlutabréfaverð hefði þróast. Það yrði að líta á það hvernig þróun hefði verið á markaði. Félagið hefði vissulega lækkað mikið en „ég held að það sé nú ekki mikill ágreiningur um það að það sé rétt ákvörðun að afskrá félagið. Við höfum alla vega ekki orðið varir við það að þau sjónarmið hafi verið sérstaklega á lofti," sagði Jón. Hann benti á hluthafar gætu selt hlut sinn og fengið skráð bréf í Glitni. Félögin væru tengd og hann teldi að peningum væri vel varið þar.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira