Fleiri fréttir

Fallega dóttir mín

Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu.

Lausnin í málefnum utangarðsfólks?

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf.

Meta verður jarðstrengi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu.

Viðreisn Landspítala: Tíminn á þrotum

Sex læknar við Landspítalann skrifar

Framtíð Landspítala og íslenskrar heilbrigðisþjónustu er í uppnámi. Því miður var þessi mikli vandi að mestu fyrirsjáanlegur og dapurlegt að ekki skyldi vera brugðist við fjölda vísbendinga um síversnandi stöðu spítalans fyrir löngu.

Tækifæri í evrópusamstarfi

María Kristín Gylfadóttir skrifar

Síðastliðin tíu ár hef ég unnið að því að stuðla að og styðja við þátttöku Íslendinga í menntaáætlun Evrópusambandsins. Fólk hefur ólíkar skoðanir á ESB, og líka á Evrópustyrkjum, en fleiri eru sammála um að tækifærin sem áætlunin veitir hafa nýst Íslendingum vel og verið jákvæð innspýting í íslenskt menntakerfi.

Greiðsluhlé meðlaga hefst 1. desember

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma því á framfæri við fjölmiðla að greiðsluhlé meðlaga hefst á sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Með greiðsluhléinu vilja samtökin mótmæla framgöngu opinberra stofnana í garð meðlagsgreiðenda og fjölskyldna þeirra.

Að kenna gömlum hundi að sitja

Ólafur Valsson skrifar

Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til.

Vogur 30 ára

Hjalti Björnsson skrifar

Þann 28. desember 2013 verða liðin 30 ár frá vígslu sjúkrahússins Vogs. Allir sem til þekkja vita að opnun Vogs á þeim tíma markaði tímamót í mótttöku og meðferð áfengissjúkra á Íslandi.

Ef heilbrigðiskerfið hrynur og enginn er nálægt, heyrist þá hljóð?

Arngrímur Vilhjálmsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Helga Lillian Guðmundsdóttir og Jóhanna Rún Rúnarsdóttir skrifa

Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi.

Forseti Íslands og sæstrengur til Bretlands

Örn Helgason skrifar

Forseti Íslands hélt ræðu á orkuráðstefnu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins og Bloomberg fréttaveitunnar í Lundúnum í síðastliðinni viku. Þar sagði hann m.a. "að Evrópubúar verði á næstu árum að gera upp við sig hvernig þeir ætli að nýta sér þá miklu hreinu orku sem finnist á norðurslóðum. Rafstrengur frá Íslandi til Bretlands sé mjög áhugaverður fjárfestingarkostur og hann segist verða var við mikinn áhuga fjárfesta.“

Hversu eftirsóknarvert er að vera háskólakennari á Íslandi?

Geir Sigurðsson skrifar

Aðstæður í heilbrigðismálum á Íslandi eru alvarlegar og snúast bókstaflega um líf og dauða. En fyllsta ástæða er til að huga einnig að aðstæðum menntamála sem virðast ekki síður alvarlegar sé litið til framtíðar. Í þessari grein skal sjónum einkum beint að aðstæðum akademísks starfsfólks á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Rafrænt einelti

Halldóra Mogensen skrifar

Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á.

Danska leiðin hvað?

Ólafur Loftsson skrifar

Það er ánægjulegt að sjá að sveitarstjórnarmenn eins og aðrir sjá nauðsyn þess að lagfæra laun grunnskólakennara þannig að þau verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga. Það er ekki nokkur vafi á því að slík lagfæring er löngu tímabær og yrði mjög jákvæð innspýting í allt skólaumhverfið.

Þremur kennt og öðrum bent

Vigfús Geirdal skrifar

Í 47. grein stjórnarskrárinnar segir að nýkjörnir þingmenn verði að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni eftir að kosning þeirra hefur verið tekin gild. Því mætti ætla að alþingismenn hefðu góða þekkingu á þeim grundvallarlögum sem þeir eru eiðsvarnir að virða og fara eftir.

Orkulindir – enn einu sinni

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi.

Rödd foreldra er sterkasta verkfærið

Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar

Hvernig líður barninu þínu? Í hvaða aðstæðum er barnið þitt dags daglega? Veit barnið þitt að þú ert upplýst og stendur með því ef það lendir í óþægilegum aðstæðum. Veistu hvert barnið þitt leitar ef því líður illa og hverjum það treystir?

Fæðuöryggi og breytt veðurfar – kemur það okkur við?

Áslaug Helgadóttir skrifar

Áhrif fellibylsins Haiyan á Filippseyjum vekja ugg um afleiðingar loftslagsbreytinga á velferð mannkyns. Nýjasta skýrsla vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í september tók af allan vafa um að breytingarnar eru af mannavöldum. Svo virðist þó að þjóðir heims fljóti sofandi að feigðarósi og erum við Íslendingar þar engin undantekning.

Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn

Freyja Haraldsdóttir skrifar

Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum.

Afbrot barna og ungmenna

Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar

Tvær nítján ára gamlar íslenskar stúlkur voru sakfelldar í vikunni sem leið af undirrétti í Tékklandi fyrir ólöglegan innflutning á fíkniefnum. Samkvæmt fréttum RÚV var um að ræða rúm þrjú kíló af kókaíni af þeim styrkleika sem talinn var duga í 60 þúsund söluskammta og söluandvirði þess á götunni metið á háar fjárhæðir. Önnur stúlkan var dæmd til að sæta fangelsi í sjö ár en hin, sem hafði meira magn af fíkniefnum í sínum fórum, var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi.

Höfnin hundrað ára

Hjálmar Sveinsson skrifar

Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni gömlu hafnarinnar með gulum vitum á sitt hvorum enda.

Prófkjör standi

Haukur R. Hauksson skrifar

Eftir niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er rekið upp ramakvein og upphefst krafa um að röðinni sé breytt, konur komi inn í efstu sætin o.s.frv. Það virðist gleymast að konur hafa kosningarétt í prófkjörinu til jafns við karla og gætu ef þær vildu tryggt konum góða kosningu ef það væri allt sem máli skiptir.

Klemmdar rasskinnar

Í boði um daginn steig kona fram og ræddi af dauðans alvöru um klemmdar rasskinnar.

Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn.

Lægsta hvötin

Teitur Guðmundsson skrifar

Öll höfum við tilfinningar, hvatir og þarfir sem hafa áhrif á okkur dagsdaglega. Sumar þessara tilfinninga getur verið erfitt að bera á borð, sérstaklega ef þær eru vandræðalegar eða mjög persónulegar.

Þrjú ár frá breytingum

María Rúnarsdóttir skrifar

Fagdeild félagsráðgjafa, sem vinna að málefnum fatlaðs fólks, hefur verið hugleikið hver staðan er í þjónustu við fatlað fólk nú þegar hartnær þrjú ár eru liðin frá tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Til að fá yfirsýn yfir stöðuna sendi fagdeildin félagsmálastjórum fyrirspurn um hvað brynni helst á í sveitarfélögunum.

Íslenskt, já takk!

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóðfána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðssetningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi.

Að bjarga íslenskunni

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sérlega vel tókst til með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar að þessu sinni og var allt í anda skáldsins góða: Jórunn Sigurðardóttir er eldsál sem hefur fjallað af ástríðu um bókmenntir í útvarpið um árabil og notaði aldeilis tækifærið til að lesa þeim pistilinn sem vilja sjoppuvæða þá stofnun sem hún starfar fyrir, Ríkisútvarpið. Og Ljóðaslammið hjá Borgarbókasafninu er eitt skemmtilegasta framtak seinni ára í því að efla áhuga og vitund ungs fólks um möguleika og erindi ljóðlistarinnar.

Breytum skólastarfi

Páll Sveinsson skrifar

Til þess að lyfta íslenskum menntamálum á hærra stig þurfa nokkrar breytingar að eiga sér stað. Vinnutími íslenskra grunnskólakennara er vinsælt umræðuefni. Sú trú hefur lengi verið meðal Íslendinga að grunnskólakennarar vinni stuttan vinnudag og eigi endalaus frí.

Mary Poppins í partýlandi

Saga Garðarsdóttir skrifar

Það eru allir svo hressir. Í blöðunum segir mér hresst fólk hvað það borðar hressandi morgunmat og í útvarpinu malar hresst fólk í endalausri útöndun um hvað það sé hresst og hvað það sé hressandi að vera hress og les hressandi fréttir í blöðunum um hvað hressa fólkið fær sér í morgunmat. Það er mjög hressandi.

Tölum saman – vinnum saman!

Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar

Umræðan um kennarastarfið og framhaldsskólana undanfarnar vikur hefur verið niðurdrepandi. Upphrópanir eins og „styttum nám til stúdentsprófs“ bæta ekki sjálfsmynd stéttarinnar og hugmyndir almennings um menntakerfið.

Milljarðagjöf

Mikael Torfason skrifar

Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali.

Alþjóðlegur dagur námsmanna

Laufey María Jóhannsdóttir skrifar

Kæru námsmenn, ég vil óska ykkur öllum til hamingju með Alþjóðlegan dag námsmanna. Þessi dagur er haldinn ár hvert til að heiðra minningu námsmanna í Prag sem stóðu fyrir miklum mótmælum árið 1939 gegn því að nasistar hertækju landið.

Þetta fólk dregur sig í hlé – af málhöltum!

Baldur Kristjánsson skrifar

Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt.

Ég hvet þig til að kjósa frænku í 1.sætið

Ólafur Stefánsson skrifar

Þegar kemur kjarna stjórnmálanna, kosningum, er ást hugtak sem varla má nefna, svipað og „orka“ eða „hjarta“ og fleiri óáþreifanleg hugtök. Ástæðuna fyrir „ástleysi“ virkrar stjórnmálaumræðu er að finna í sögunni þar sem það gerist að „ást“ sem virkt afl færist inn á við

Úlfshjarta

Guðrún G. Sveinbjörnsdóttir skrifar

Lestrarvenjur unglinga hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið og kannanir sýna að mikill hluti þeirra les ekki bækur sér til ánægju.

Kvótakerfi = gjafakvóti?

Jón Steinsson skrifar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur.

Hverfur reiðufé af sjónarsviðinu?

Ari Skúlason skrifar

Miklar breytingar hafa orðið á viðskiptaumhverfi hérlendis og víðast hvar í heiminum á síðustu árum og á það ekki síst við fyrirkomulag á greiðslum.

Að vera eða vera ekki kynfræðingur

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa

Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða.

Menntun er kjaramál

Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar

Starfsmenntamálin eru ofarlega á lista áherslna VR í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir og er í kröfugerð VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) sérstaklega fjallað um menntun starfsmanna í verslun og þjónustu.

Grunnþjónusta í stað gæluverkefna

Kjartan Magnússon skrifar

Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara.

Ég fékk inngöngu!

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Það er svo mikil aðsókn í kennaranám að háskólinn þurfti að grípa til inntökuprófa. Það er alveg skiljanlegt. Er það ekki?

Sjá næstu 50 greinar