Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar 12. júlí 2025 11:02 Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar