Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar 12. júlí 2025 11:02 Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun