Þetta fólk dregur sig í hlé – af málhöltum! Baldur Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun