Þetta fólk dregur sig í hlé – af málhöltum! Baldur Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Ég sem fulltrúi vígðra manna í Suðurprófastsdæmi hyggst sitja þingið. Það er þó ekkert sjálfsagt. Ég fékk heilastíflu, slag eða heilablæðingu eða hvað við eigum að kalla það í febrúar sl. Ef ekki væri fyrir hárrétt viðbrögð dóttur minnar 9 ára, starfsfólks sjúkrabíls, starfsfólks og lækna á taugadeild og taugaskurðdeild Fossvogsspítala væri ég búinn að vera dauður lengi. Síðan tók við frábær umönnun Grensáss og síðar nærsamfélags. Ég virðist ætla að ná bærilegri heilsu þó vafi leiki á einu, tali, og þá kem ég að þeirri framhleypni minni að ætla að mæta á vinnuþing og málþing kirkjunnar sem fulltrúi altalandi fólks. Skylt er að taka það fram að það virðist vera hluti af meðferðinni að telja sjúklingum trú um að þeir geti mikið og geti meira fljótlega. Þannig hef ég alltaf staðið í þeirri trú að ég yrði altalandi fljótlega. Slík trú heldur í manni lífinu. Á hverju ári fá 400 Íslendingar slag (samheiti), rúmlega einn á dag. Margir þeirra verða málstola um lengri eða skemmri tíma. Fyrir utan þá sem veikjast eiga margir erfitt um mál. Eru með einhverjum hætti málhaltir. Þá eru ótaldar allar þær milljónir sem búa þar sem móðurmál þeirra er ekki viðurkennt. Á Íslandi einu tugþúsundir. Allt þetta fólk býr við þau ósköp að geta ekki tjáð sig nema þá hægt og „illskiljanlega“.Mínir eigin fordómar Er það ekki svo, Baldur, að þú hugsar hægar og ógreinilegar og þess vegna talar þú svona hægt? spurði mig hreint út vel meinandi og vel gerður maður og þá runnu upp fyrir mér mínir eigin fordómar. Fólk setur nefnilega samasemmerki milli málhraða (tækni) og greindar eða færni. Sá sem ekki talar af færni er illa gefinn, hvort sem það er málstol af völdum heilaröskunar eða vegna skorts á móðurmáli. Þetta fólk dregur sig því í hlé smám saman, stór hluti af því. „Hefurðu látið einhvern úr fjölskyldunni sýna þér þetta vinur?“ er svarið sem ég fæ frá vel meinandi ráðgjafa hjá símafyrirtæki. Viðmót fólks snarbreytist þegar maður fer að tala og sæmdarheitið „vinur“ verður áberandi. Fólk vill vera gott við mann. Það rann upp fyrir mér að ég hef haft svipaða afstöðu til fólks. Lagt greind og málfærni að jöfnu. Það er lágmark að fólk sé meðvitað um þetta. Útlendingar eru að jafnaði eins vel gefnir og innfæddir. Þeir sem verða fyrir heilaröskun missa ekki hæfileikann til rökréttrar hugsunar þó að hæfileikinn til tjáskipta skerðist oft tímabundið og þá oft vegna talfæra eða boða til þeirra. Hjá sjálfum mér hefur gerst það sama og hjá mörgum öðrum. Samfara æfingum hefur greindarvísitala mín hækkað. Óþarfi að liggja á því. Ég mun því sitja kirkjuþing sem fulltrúi vígðra í Suðurkjördæmi en einnig sem fulltrúi allra þeirra sem ekki geta tjáð sig eins og áður. Fulltrúi þeirra málhöltu. Ég vona að sem flestir þeirra komi sem oftast og sem mest fram í dagsljósið. Ég er laus við fordóma í garð þeirra sem tala hægt eða ógreinilega. Það er frekar að ég hafi komið mér upp fordómum í garð þeirra sem tala of hratt. En það er efni í aðra grein.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun