Meta verður jarðstrengi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu. Skýrsla Metsco sýnir að jarðstrengur er aðeins 4 til 20 prósent dýrari en loftlína eftir því hve stór raflínan er (132kV eða 220kV). Kostnaðarmunur er því fjarri því að vera margfaldur eins og ranglega hefur verið haldið fram hérlendis hingað til. Landsnet gagnrýndi ákveðnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum Metsco í Fréttablaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn, sérstaklega það að Metsco notar 60 ára líftíma jarðstrengja og loftlína í útreikningum sínum. Þess skal getið að Metsco vitnar til ritaðra heimilda erlendis frá um áætlaðan líftíma nútíma jarðstrengja, en niðurstöður rannsókna sýna að þeir standast ítrustu kröfur um endingu. Jafnframt fullyrðir franska raforkuflutningsfyrirtækið að strengirnir endist í yfir 70 ár, en fyrirtækið hefur einna mestu reynslu af rekstri jarðstrengja í Evrópu. Landsnet hefur hingað til hafnað því að meta umhverfisáhrif jarðstrengja líkt og gert er fyrir loftlínur. Þetta hefur fyrirtækið gert á grundvelli fullyrðinga sinna um að kostnaðarmunur jarðstrengja og loftlína sé alltof mikill þannig að það muni hvort eð er ekki koma til þess að leggja strengina og því gæti umhverfismat þeirra valdið óraunhæfum væntingum hjá fólki. Í ljósi niðurstaðna Metsco, heldur þessi röksemdafærsla Landsnets ekki lengur. Stórar loftlínur eru mjög umdeild mannvirki á Íslandi, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa þeirra. Til dæmis sýna niðurstöður kannana neikvætt viðhorf mikils meirihluta ferðamanna á hálendinu til háspennulína. Ekki gengur lengur að skýla sér á bak við dýrari jarðstrengi og Landsnet skuldar því almenningi í landinu að meta kosti og galla jarðstrengja til jafns á við loftlínur á þeim línuleiðum sem fyrirtækið vinnur núna að, þar með talið á Reykjanesskaga (Suðvesturlínur), í Skagafirði, Hörgársveit, Eyjafirði, Fljótsdal og víðar. Slíkur samanburður ætti að auðvelda mat á því hvar ásættanlegt er að leggja raflínur í jörð og hvar ekki, ekki síst á lengri línuleiðum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar