Afbrot barna og ungmenna Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Tvær nítján ára gamlar íslenskar stúlkur voru sakfelldar í vikunni sem leið af undirrétti í Tékklandi fyrir ólöglegan innflutning á fíkniefnum. Samkvæmt fréttum RÚV var um að ræða rúm þrjú kíló af kókaíni af þeim styrkleika sem talinn var duga í 60 þúsund söluskammta og söluandvirði þess á götunni metið á háar fjárhæðir. Önnur stúlkan var dæmd til að sæta fangelsi í sjö ár en hin, sem hafði meira magn af fíkniefnum í sínum fórum, var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi. Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að hann hefði dæmt þær í tólf ára fangelsi hefðu þær ekki verið svona ungar. Dóminum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar Tékklands í þeirri von að refsing þeirra verði milduð. Engum dylst að um alvarlegt brot er að ræða og endurspeglar dæmd refsing þann alvarleika. Þungbært hefur verið að fylgjast með fréttum af máli þessara ungu stúlkna, sem rétt höfðu slitið barnsskónum er þær voru handteknar í Tékklandi fyrir ári síðan með fíkniefnin í farangrinum. Átján ára gamlar voru þær hnepptar í gæsluvarðhald þar sem þær hafa setið í rúmt ár. Þetta er þungt högg fyrir ungar stúlkur sem eru á þröskuldi fullorðinsáranna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf þeirra. Þrátt fyrir að hafa náð lögbundnum fullorðinsaldri eru þær enn að mótast og komast til vits og þroska. Í greinargerð með barnaverndarlögunum segir að eitt af markmiðum þeirra sé að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum afleiðingum gjörða sinna. Samkvæmt íslenskum lögum hættir einstaklingur að vera barn 18 ára gamall. Þessi aldur hefur verið breytilegur í íslenskri löggjöf. Fram til 1997 var miðað við tvítugt. Þrátt fyrir mismunandi aldursmark lögræðislaganna í gegnum tíðina er ljóst að engin undur og stórmerki gerast á 18 ára afmælisdaginn með tilliti til andlegs þroska. Þetta endurspeglar refsilöggjöfin með skýrum hætti. Þannig er í almennum hegningarlögum að finna mörg lagaákvæði sem gera ráð fyrir að börn og ungmenni á aldrinum 15-21 árs sem brjóta af sér njóti mildari viðurlaga, úrræða og meðferðar en fullorðnir einstaklingar. Er þetta gert á þeim grundvelli að um óhörðnuð ungmenni sé að ræða sem mikilvægt sé að styðja og byggja upp þannig að þau megi snúa af þeirri braut sem þau eru komin á.Óvægur veruleiki Dómþolarnir tveir í Tékklandi standa frammi fyrir óvægnum veruleika. Þær hafa nú þegar, á viðkvæmu aldursskeiði, sætt gæsluvarðhaldi í heilt ár í tékknesku fangelsi í óvissu um þyngd refsingarinnar sem biði þeirra. Þær sitja í erlendu fangelsi, fjarri ástvinum, í landi þar sem þær hafa enga sýn inn í kerfið. Þær kunna ekki tungumálið og eru sín í hvoru fangelsinu og hafa þannig engan stuðning haft hvor af annarri í þessum hremmingum. Sá sem fremur afbrot á unga aldri fær fljótt á sig stimpil vandræðaunglings og þrátt fyrir að hafa goldið samfélaginu skuld sína í formi refsingar getur verið erfitt að þvo hann af. Innan afbrotafræðinnar hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum „stimplunar“ (e. labeling) á líf fólks. Hafa þær leitt í ljós margvíslegar neikvæðar afleiðingar á sjálfsmynd einstaklings og á viðmót annarra í þeirra garð. Birtast þær m.a. í skertri sjálfsvirðingu, félagslegri einangrun og færri atvinnutækifærum. Í þessu ljósi er afar mikilvægt að sýna nærgætni og tillitssemi í umfjöllun um mál stúlknanna tveggja, sem og í öðrum málum er varða ungmenni sem enn eru að þroskast og komast til vits og ára. Í okkar fámenna samfélagi er ljóst að umfjöllun fjölmiðla, þ.m.t. nafn- og myndbirtingar, til viðbótar við rannsókn, dómsmeðferð og sakfellingu, er til þess fallin að auka áhrif stimplunar og loða við hlutaðeigandi alla ævi. Auðvelt er með opinberri umfjöllun að „brennimerkja“ fólk og draga þar með úr framtíðarmöguleikum þess. Ábyrgð þeirra sem fjalla um mál þeirra á netsíðum og í bloggheiminun er jafn rík og fjölmiðla. Óskandi er að stúlkurnar fáist framseldar til Íslands til að taka út refsingu sína nærri vinum og vandamönnum. Það er allra hagur að ungir afbrotamenn eigi þess kost að bæta fyrir brot sín og eigi von um betri tíð. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tvær nítján ára gamlar íslenskar stúlkur voru sakfelldar í vikunni sem leið af undirrétti í Tékklandi fyrir ólöglegan innflutning á fíkniefnum. Samkvæmt fréttum RÚV var um að ræða rúm þrjú kíló af kókaíni af þeim styrkleika sem talinn var duga í 60 þúsund söluskammta og söluandvirði þess á götunni metið á háar fjárhæðir. Önnur stúlkan var dæmd til að sæta fangelsi í sjö ár en hin, sem hafði meira magn af fíkniefnum í sínum fórum, var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi. Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að hann hefði dæmt þær í tólf ára fangelsi hefðu þær ekki verið svona ungar. Dóminum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar Tékklands í þeirri von að refsing þeirra verði milduð. Engum dylst að um alvarlegt brot er að ræða og endurspeglar dæmd refsing þann alvarleika. Þungbært hefur verið að fylgjast með fréttum af máli þessara ungu stúlkna, sem rétt höfðu slitið barnsskónum er þær voru handteknar í Tékklandi fyrir ári síðan með fíkniefnin í farangrinum. Átján ára gamlar voru þær hnepptar í gæsluvarðhald þar sem þær hafa setið í rúmt ár. Þetta er þungt högg fyrir ungar stúlkur sem eru á þröskuldi fullorðinsáranna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf þeirra. Þrátt fyrir að hafa náð lögbundnum fullorðinsaldri eru þær enn að mótast og komast til vits og þroska. Í greinargerð með barnaverndarlögunum segir að eitt af markmiðum þeirra sé að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum afleiðingum gjörða sinna. Samkvæmt íslenskum lögum hættir einstaklingur að vera barn 18 ára gamall. Þessi aldur hefur verið breytilegur í íslenskri löggjöf. Fram til 1997 var miðað við tvítugt. Þrátt fyrir mismunandi aldursmark lögræðislaganna í gegnum tíðina er ljóst að engin undur og stórmerki gerast á 18 ára afmælisdaginn með tilliti til andlegs þroska. Þetta endurspeglar refsilöggjöfin með skýrum hætti. Þannig er í almennum hegningarlögum að finna mörg lagaákvæði sem gera ráð fyrir að börn og ungmenni á aldrinum 15-21 árs sem brjóta af sér njóti mildari viðurlaga, úrræða og meðferðar en fullorðnir einstaklingar. Er þetta gert á þeim grundvelli að um óhörðnuð ungmenni sé að ræða sem mikilvægt sé að styðja og byggja upp þannig að þau megi snúa af þeirri braut sem þau eru komin á.Óvægur veruleiki Dómþolarnir tveir í Tékklandi standa frammi fyrir óvægnum veruleika. Þær hafa nú þegar, á viðkvæmu aldursskeiði, sætt gæsluvarðhaldi í heilt ár í tékknesku fangelsi í óvissu um þyngd refsingarinnar sem biði þeirra. Þær sitja í erlendu fangelsi, fjarri ástvinum, í landi þar sem þær hafa enga sýn inn í kerfið. Þær kunna ekki tungumálið og eru sín í hvoru fangelsinu og hafa þannig engan stuðning haft hvor af annarri í þessum hremmingum. Sá sem fremur afbrot á unga aldri fær fljótt á sig stimpil vandræðaunglings og þrátt fyrir að hafa goldið samfélaginu skuld sína í formi refsingar getur verið erfitt að þvo hann af. Innan afbrotafræðinnar hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum „stimplunar“ (e. labeling) á líf fólks. Hafa þær leitt í ljós margvíslegar neikvæðar afleiðingar á sjálfsmynd einstaklings og á viðmót annarra í þeirra garð. Birtast þær m.a. í skertri sjálfsvirðingu, félagslegri einangrun og færri atvinnutækifærum. Í þessu ljósi er afar mikilvægt að sýna nærgætni og tillitssemi í umfjöllun um mál stúlknanna tveggja, sem og í öðrum málum er varða ungmenni sem enn eru að þroskast og komast til vits og ára. Í okkar fámenna samfélagi er ljóst að umfjöllun fjölmiðla, þ.m.t. nafn- og myndbirtingar, til viðbótar við rannsókn, dómsmeðferð og sakfellingu, er til þess fallin að auka áhrif stimplunar og loða við hlutaðeigandi alla ævi. Auðvelt er með opinberri umfjöllun að „brennimerkja“ fólk og draga þar með úr framtíðarmöguleikum þess. Ábyrgð þeirra sem fjalla um mál þeirra á netsíðum og í bloggheiminun er jafn rík og fjölmiðla. Óskandi er að stúlkurnar fáist framseldar til Íslands til að taka út refsingu sína nærri vinum og vandamönnum. Það er allra hagur að ungir afbrotamenn eigi þess kost að bæta fyrir brot sín og eigi von um betri tíð. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun