Menntun er kjaramál Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Starfsmenntamálin eru ofarlega á lista áherslna VR í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir og er í kröfugerð VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) sérstaklega fjallað um menntun starfsmanna í verslun og þjónustu. Á nýafstöðnu þingi LÍV var samþykkt ályktun þar sem áherslur í menntamálum eru áréttaðar og atvinnurekendur hvattir til að standa með okkur að því að auka og efla starfsmenntun í landinu.Af hverju starfsmenntamálin? Rúmlega helmingur félagsmanna VR sótti menntun, fræðslu eða þjálfun af einhverju tagi á árinu 2012, samkvæmt launakönnun VR. Það er mjög ánægjulegt. Það er hins vegar áhyggjuefni að í versluninni er þetta hlutfall lægra, eða 37%, á meðan það er mun hærra hjá fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu og fjármálageira eða yfir 60%. Í nýlegri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar kemur fram að nær þriðjungur fólks á aldrinum 25-64 ára er ekki með framhaldsmenntun. Í verslun og ferðaþjónustu er þetta hlutfall umtalsvert hærra eða um 48%, að mati Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, að því er fram kemur í rannsókn sem unnin var á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þrátt fyrir mikið framboð af námi fyrir starfsfólk í verslun og þjónustu er enn þörf fyrir meiri menntun. Fjórir af hverjum tíu svarendum í könnun VR sögðust hafa mikla þörf fyrir frekari þjálfun eða viðbótarfræðslu í tengslum við starf sitt. Og því miður er aðsókn ekki nógu góð í sérhæft nám fyrir verslunarfólk – unga fólkið leggur námið ekki fyrir sig og lítur ekki á starfið sem framtíðarstarf. Og síðast en ekki síst, starfsfólk vantar hvatann til að afla sér meiri menntunar. Mikið námsframboð hefur lítið að segja ef enginn nýtir það. VR gerði í sumar könnun meðal félagsmanna þar sem m.a. var spurt um starfsmenntamálin. Þegar spurt var um hvatann fyrir frekara námi voru niðurstöðurnar býsna afgerandi; flestir nefndu örugga launahækkun að námi loknu sem og tækifæri til starfsþróunar eða stöðuhækkunar. Atvinnulífið verður að sýna í verki að það vilji menntað starfsfólk til starfa. Og starfsmenn verða að sjá það í launaumslaginu sínu að menntunin borgi sig. Markmið okkar er einfalt: við viljum hefja störf í verslun og þjónustu til vegs og virðingar og gera þau að eftirsóknarverðum valkosti fyrir unga fólkið. Það gerum við með því að auðvelda aðgengi að markvissu og skilvirku námi og tryggja að námið skili áþreifanlegum ávinningi – bæði í formi launa og starfsþróunar.Hverju viljum við ná fram? Það bendir margt til þess að stéttarfélög og atvinnurekendur geri með sér stuttan kjarasamning sem undanfara að lengri og viðameiri samningi. Á þingi LÍV samþykktu þingfulltrúar þessa nálgun, eins og fram kemur í kjaramálaályktun þingsins sem birt er á heimasíðu VR. Kjarasamningaviðræður eru vettvangur samskipta milli atvinnulífsins og stéttarfélaganna og við teljum mikilvægt að starfsmenntamálin fái þá athygli sem þeim ber við samningaborðið, hvort sem samið verður til lengri eða skemmri tíma. Við gerum þá kröfu að áherslur félagsins í þessum málaflokki fái inni í bókun í næstu kjarasamningum. Í fyrsta lagi gerum við þá kröfu að fulltrúar atvinnulífsins, í samstarfi við menntamálayfirvöld, sammælist um að ljúka vinnu við að skilgreina starfsmenntun fyrir starfsfólk í verslunar- og þjónustugreinum með námslokum sem verða metin til launa. Í öðru lagi leggjum við áherslu á samfellt nám á framhaldsskólastigi fyrir starfsfólk í verslunar- og þjónustugreinum. Og í þriðja lagi viljum við að áhersla verði lögð á að starfsfólk með stutta formlega menntun fái tækifæri til þess að fá reynslu sína metna í raunfærnimati. Atvinnulífið og stéttarfélögin verða að fylgja því fast eftir að nýjar áherslur í starfsmenntamálum fái þann stuðning sem til þarf, orð mega sín lítils ef þeim fylgja ekki aðgerðir. VR samþykkti fyrir nokkrum árum menntastefnu þar sem áhersla er lögð á að menntun sé hagsmunamál allra á vinnumarkaði – félagsmanna og atvinnurekenda. Aukin menntun eykur ekki eingöngu verðmætasköpun heldur bætir lífsgæði einstaklinganna. Það er, þegar upp er staðið, helsta ástæða þess að við leggjum mikla áherslu á starfsmenntamálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Starfsmenntamálin eru ofarlega á lista áherslna VR í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir og er í kröfugerð VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) sérstaklega fjallað um menntun starfsmanna í verslun og þjónustu. Á nýafstöðnu þingi LÍV var samþykkt ályktun þar sem áherslur í menntamálum eru áréttaðar og atvinnurekendur hvattir til að standa með okkur að því að auka og efla starfsmenntun í landinu.Af hverju starfsmenntamálin? Rúmlega helmingur félagsmanna VR sótti menntun, fræðslu eða þjálfun af einhverju tagi á árinu 2012, samkvæmt launakönnun VR. Það er mjög ánægjulegt. Það er hins vegar áhyggjuefni að í versluninni er þetta hlutfall lægra, eða 37%, á meðan það er mun hærra hjá fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu og fjármálageira eða yfir 60%. Í nýlegri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar kemur fram að nær þriðjungur fólks á aldrinum 25-64 ára er ekki með framhaldsmenntun. Í verslun og ferðaþjónustu er þetta hlutfall umtalsvert hærra eða um 48%, að mati Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, að því er fram kemur í rannsókn sem unnin var á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þrátt fyrir mikið framboð af námi fyrir starfsfólk í verslun og þjónustu er enn þörf fyrir meiri menntun. Fjórir af hverjum tíu svarendum í könnun VR sögðust hafa mikla þörf fyrir frekari þjálfun eða viðbótarfræðslu í tengslum við starf sitt. Og því miður er aðsókn ekki nógu góð í sérhæft nám fyrir verslunarfólk – unga fólkið leggur námið ekki fyrir sig og lítur ekki á starfið sem framtíðarstarf. Og síðast en ekki síst, starfsfólk vantar hvatann til að afla sér meiri menntunar. Mikið námsframboð hefur lítið að segja ef enginn nýtir það. VR gerði í sumar könnun meðal félagsmanna þar sem m.a. var spurt um starfsmenntamálin. Þegar spurt var um hvatann fyrir frekara námi voru niðurstöðurnar býsna afgerandi; flestir nefndu örugga launahækkun að námi loknu sem og tækifæri til starfsþróunar eða stöðuhækkunar. Atvinnulífið verður að sýna í verki að það vilji menntað starfsfólk til starfa. Og starfsmenn verða að sjá það í launaumslaginu sínu að menntunin borgi sig. Markmið okkar er einfalt: við viljum hefja störf í verslun og þjónustu til vegs og virðingar og gera þau að eftirsóknarverðum valkosti fyrir unga fólkið. Það gerum við með því að auðvelda aðgengi að markvissu og skilvirku námi og tryggja að námið skili áþreifanlegum ávinningi – bæði í formi launa og starfsþróunar.Hverju viljum við ná fram? Það bendir margt til þess að stéttarfélög og atvinnurekendur geri með sér stuttan kjarasamning sem undanfara að lengri og viðameiri samningi. Á þingi LÍV samþykktu þingfulltrúar þessa nálgun, eins og fram kemur í kjaramálaályktun þingsins sem birt er á heimasíðu VR. Kjarasamningaviðræður eru vettvangur samskipta milli atvinnulífsins og stéttarfélaganna og við teljum mikilvægt að starfsmenntamálin fái þá athygli sem þeim ber við samningaborðið, hvort sem samið verður til lengri eða skemmri tíma. Við gerum þá kröfu að áherslur félagsins í þessum málaflokki fái inni í bókun í næstu kjarasamningum. Í fyrsta lagi gerum við þá kröfu að fulltrúar atvinnulífsins, í samstarfi við menntamálayfirvöld, sammælist um að ljúka vinnu við að skilgreina starfsmenntun fyrir starfsfólk í verslunar- og þjónustugreinum með námslokum sem verða metin til launa. Í öðru lagi leggjum við áherslu á samfellt nám á framhaldsskólastigi fyrir starfsfólk í verslunar- og þjónustugreinum. Og í þriðja lagi viljum við að áhersla verði lögð á að starfsfólk með stutta formlega menntun fái tækifæri til þess að fá reynslu sína metna í raunfærnimati. Atvinnulífið og stéttarfélögin verða að fylgja því fast eftir að nýjar áherslur í starfsmenntamálum fái þann stuðning sem til þarf, orð mega sín lítils ef þeim fylgja ekki aðgerðir. VR samþykkti fyrir nokkrum árum menntastefnu þar sem áhersla er lögð á að menntun sé hagsmunamál allra á vinnumarkaði – félagsmanna og atvinnurekenda. Aukin menntun eykur ekki eingöngu verðmætasköpun heldur bætir lífsgæði einstaklinganna. Það er, þegar upp er staðið, helsta ástæða þess að við leggjum mikla áherslu á starfsmenntamálin.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun