Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar 4. júlí 2025 12:59 Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp. Margar þessarra tillagna hafa þegar verið samþykktar af sveitafélögum. Virðast tillögurnar beinast í auknum mæli að náttúruperlum á Suðurlandi, þar sem mikill ferðamannastraumur er þegar fyrir hendi. Nýlega var vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum í landi Steina 1 og Hvassafells undir Eyjafjöllum (sjá grein Péturs Jónassonar í Vísi: Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu - Vísir). Þessar fyrihuguðu framkvæmdir ógna mörgum nátturuperlum landsins og við blasir óafturkræf náttúruvá. Nýlega var lögð fram tillaga um fyrighugaðar byggingarframkvæmdir á Engjaholti, sem tekur til lands Fells í Bláskógabyggð (L177478 sem er um 16,3 ha að stærð). Plön liggja fyrir um byggingu: 100 gistihúsa, 3-4 hæða hótels (fyrir um 200 gesti); tólf 200 fm húsa (fyrir um 48 starfsmenn). Má áætla að fjöldi gesta á svæðinu verði að lágmarki 400 daglega, en geti farið upp í 1000 manns. Einnig má áætla að umferð bifreiða er tengist svæðinu geti farið upp í um 600 bifreiðar daglega. Þetta er gífurlegur fjöldi miðað við stærð svæðisins. Í þessum tillögum er þess getið að fyrirhugað heildarbygginarmagn fari í um 4000 fm. En þegar nánar er að gáð munu fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun meira heildarbyggingarmagn eða um 17.000 fm (hótelbygging um 8.500 fm; 100 gistihús um 4000 fm; þjónustuhús og verslunaraðstaða um 2.000 fm; starfsmannabústaðir um 2.400 fm) en alls eru þetta um 17.000 fm. Eins og stendur er núverandi vegakerfi á þessu svæði undir miklu álagi og mun það engan veginn ráða við það aukna umferðarálag sem gera má ráð fyrir í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bæði Biskupstungnabraut og Bræðratunguvegur eru einbreiðir vegir og Bræðratungubrú yfir Tungufljót er einnig einbreið. En ekki munu þessir vegir þola slíka aukningu á umferð, um 600 bifreiða daglega, um svæðið. Þess má geta að Vegagerð ríkisins hefur ekki fallist á þessa tillögu. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa áhrif á samfélag, ásýnd, landslag, náttúru, öryggi, gróður og dýralíf á þessu svæði. Varðandi ásýnd og landslag munu framkvæmdir á borð við byggingu 100 húsa og hótels (u.þ.b. 17 m á hæð) hafa gífurleg áhrif á ásýnd og útlit svæðisins. Í nágrenni (um 500 m. fjarlægð) eru bændabýli og frístundabyggðir sem munu verða fyrir miklum truflunum. Varðandi land og vistkerfi, er svæðið votlendi og mýrar sem gegna mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu. Slík svæði eru viðkvæm og niðurbrot þeirra getur losað mikið magn gróðurhúsalofttegunda. Einnig má gera ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á gróður og dýralíf, og þá sérstaklega fuglalíf og varplendi. Fullyrt er að áhrif á samfélag verði jákvæð og þá er sérstaklega lögð áhersla á aukna atvinnumöguleika fyrir fólkið í sveitinni, en reynslan hefur sýnt að mestur hluti vinnandi fólks á slíkum ferðamannastöðum kemur erlendis frá. Mikilll ferðamannastraumur, umferð og framkvæmdir auka hættu á mengun, hljóð- og ljósmengun og valda álagi á innviði sveitarinnar. Slík þróun samrýmist illa sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Við verðum að spyrna við og endurskoða þessar framkvæmdir áður en skaðinn verður óafturkræfur. Náttúran og landið okkar kallar á framtíðarsýn er byggir á vernd, ábyrgð og heill þjóðarinnar til lengri tíma. Við sem eigum land og/eða búum í næsta nágrenni við Engjaholt höfum sett upp undirskriftalista sem opinn er til 14. Júlí n.k. (sjá Ísland.is) og köllum efir undirskriftum ykkar allra sem elska landið (með eða án nafns). Hver undirskrift skiptir máli fyrir landið okkar allt. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar