Breytum skólastarfi Páll Sveinsson skrifar 18. nóvember 2013 06:00 Til þess að lyfta íslenskum menntamálum á hærra stig þurfa nokkrar breytingar að eiga sér stað. Vinnutími íslenskra grunnskólakennara er vinsælt umræðuefni. Sú trú hefur lengi verið meðal Íslendinga að grunnskólakennarar vinni stuttan vinnudag og eigi endalaus frí. Þetta er ekki allskostar rétt því vinnudagur kennara er rúmar 8 klst. á dag eða ríflega 43 stundir á viku. Hins vegar er það rétt að frí kennara eru ívið meiri en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Þar munar helst um frí í kringum jól og áramót og páska. Síðustu ár hefur skóladögum nemenda fjölgað og kennsludögum þar af leiðandi líka. Sumarfríið losar um átta vikur en ætlast er til að kennarar sinni endurmenntun í að minnsta kosti tvær vikur sumarfrísins. Ég vil gjarnan skipta á þessum aukafrídögum út fyrir betri laun.Lengdur vinnutími kennara Í því samhengi langar mig að nefna svokallaða starfsdaga eða skipulagsdaga eins og ég kýs að kalla þá. Eftir að skólastarfi lýkur að vori útskrifa skólar nemendur og taka sér nokkra daga í frágang fyrir sumarfrí. Þarna mundi ég kjósa að unnið væri markvisst að uppgjöri nýyfirstaðins skólaárs, þar sem farið væri yfir gögn og þau nýtt til þess að bæta skólalíf enn frekar milli ára. Á skóladagatali núverandi vinnustaðar míns kemur fram að eftir útskrift nemenda í júníbyrjun fá starfsmenn einungis þrjá skipulagsdaga fyrir sumarfrí. Þetta er að mínu mati ekki nóg. Ég myndi heldur kjósa að vinna með kollegum mínum að uppgjöri ársins og undirbúningi næsta árs út júnímánuð. Til þess að verulegur ávinningur verði af mati á skólastarfi og framþróun eigi sér möguleika verða kennarar og stjórnendur skóla að gefa sér tíma – tíma sem erfitt er að finna á hefðbundnum kennsludegi. Að sama skapi tel ég að kennarar verði að hefja vinnu mun fyrr að sumarfríum loknum, ég fékk einungis 5 daga í undirbúning heils skólaárs þegar ég sneri aftur til vinnu að fríi loknu í ágúst. Alls ekki nægur tími. Einnig tel ég ekki þörf á þessum aukafrídögum sem eru í kring um jól og páska. Ég sé ekki hvers vegna kennarar þurfi frekar á slíkum fríum að halda en aðrar starfsstéttir. Skólar hafa einnig staka skipulagsdaga á sínum skóladagatölum, daga sem ég myndi kjósa að setja saman í svokölluð vetrarfrí. Síðastliðinn áratug eða svo hefur skapast hefð fyrir slíkum fríum, frí sem að mínu mati skila ekki tilætluðum árangri nema atvinnulífið taki fullan þátt í þeim, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Margur kennarinn fussar og sveiar væntanlega þegar hann les þessar tillögur mínar og bendir á að á Norðurlöndunum sé kennsluskylda minni og fríin jafnvel meiri þrátt fyrir að þeir hafi hærri laun en kennarar á Íslandi. Mig langar þá að benda á þá staðreynd að við búum á Íslandi, þar sem önnur vinnumenning er ríkjandi. Ég tel okkur Íslendinga ekki vera tilbúna að samþykkja launakröfur kennarastéttarinnar nema að til aukins vinnuframlags komi. Þessum staðreyndum um frí kennara verður haldið á loft um ókomna tíð ef við tökum ekki af skarið og breytum okkar viðhorfi.Aukin ábyrgð stjórnenda Annað sem þarf að gerast er að skólastjórnendur fái aukið vald sem stjórnendur sinna stofnana. Þeir eiga að geta ráðið og rekið í takt við hugmyndir sínar um atorkusaman og framsækinn vinnustað. Þeir eiga að geta launað góðum starfskrafti með einum eða öðrum hætti. Kerfið sem stýrir launum í dag gerir ekki ráð fyrir framgangi kennara í starfi sem er stór galli að mínu mati. Meðan enginn launalegur né faglegur ávinningur er fyrir hendi er hætt við að vinna kennara verði líkari áætlunarbúskap heldur en vinna sem krefst stöðugrar framsækni. Þar af leiðandi minnka líkurnar á framþróun skólastarfs. Stjórnendur eiga að hvetja starfsmenn til endurmenntunar en því verður að fylgja einhver ávinningur fyrir starfsmenn. Bæði þurfa kennarar og annað starfsfólk skóla að eiga möguleika á framgangi í vinnu og bættum kjörum. Við þurfum líka að gera stjórnendur enn frekar ábyrga fyrir starfi skólanna. Hér á ekki að líðast að stjórnendur séu með æviráðningu heldur eiga þeir að þurfa að sanna sig í starfi – eins og annað starfsfólk.Sameining skólastiga Að mínu mati getum við nýtt skóladaginn betur og gert meiri kröfur til okkar nemenda. Með því að auka enn frekar áherslu á læsi í skólastarfi verður árangur og skilningur nemenda á öllu námi betri. Við getum stytt lögbundið grunnnám og einnig framhaldsnám. Ef grunn- og framhaldsskólar taka höndum saman er hægt að tryggja öllum íslenskum börnum þá menntun og kunnáttu sem krafist er til háskólanáms við 18 ára aldur. Þetta er vel hægt að gera, það eina sem þarf er vilji, framsýni og pólitískt þor.Hækkum laun kennara um 70% Ég er með B.Ed.-gráðu sem veitir mér kennsluréttindi á grunnskólastigi, tólf ára kennslureynslu og diplómu í stjórnun menntastofnana. Fyrir 100% starf greiðir sveitarfélagið mér kr. 354.000 mánaðarlega sem gera kr. 243.000 eftir skatt. Það getur hver maður séð að þessi upphæð dugar skammt þegar greiða þarf af húsnæði, bíl, mat og öllu sem til fellur fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta eru skammarlega lág laun. Ef launin mín yrðu hækkuð um 70% næði ég að skríða í um það bil 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Ég tel mig ekki geta verið með lægri laun en það. Hvað er þá til ráða? Jú, ég get að sjálfsögðu sagt upp og fengið mér vinnu annars staðar en í grunnskóla en þá finnst mér sú reynsla og menntun sem ég hef farin fyrir lítið. Ég vil frekar leggja til við ráðamenn þessarar þjóðar og einnig þá sem í forsvari eru fyrir kennarastétt þjóðarinnar að taka höndum saman og koma á þjóðarsamningum um bætta stöðu kennara og markmið í skólalífi. Ég vil ekki að gerður verði samningur um slíkt, þar sem það hefur verið reynt áður, heldur kýs ég að sett verði lög um skyldur ríkis og sveitarfélaga til næstu tíu ára að gera íslenska skóla að þeim bestu í heiminum og kjör og aðbúnað íslenskra kennara með því besta í heiminum. Með samhentum þjóðarvilja og framsýni er þetta ekki einungis vel gjörlegt heldur lífsnauðsynlegt ef við viljum vera á meðal þeirra þjóða sem lifa við hvað best lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Til þess að lyfta íslenskum menntamálum á hærra stig þurfa nokkrar breytingar að eiga sér stað. Vinnutími íslenskra grunnskólakennara er vinsælt umræðuefni. Sú trú hefur lengi verið meðal Íslendinga að grunnskólakennarar vinni stuttan vinnudag og eigi endalaus frí. Þetta er ekki allskostar rétt því vinnudagur kennara er rúmar 8 klst. á dag eða ríflega 43 stundir á viku. Hins vegar er það rétt að frí kennara eru ívið meiri en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Þar munar helst um frí í kringum jól og áramót og páska. Síðustu ár hefur skóladögum nemenda fjölgað og kennsludögum þar af leiðandi líka. Sumarfríið losar um átta vikur en ætlast er til að kennarar sinni endurmenntun í að minnsta kosti tvær vikur sumarfrísins. Ég vil gjarnan skipta á þessum aukafrídögum út fyrir betri laun.Lengdur vinnutími kennara Í því samhengi langar mig að nefna svokallaða starfsdaga eða skipulagsdaga eins og ég kýs að kalla þá. Eftir að skólastarfi lýkur að vori útskrifa skólar nemendur og taka sér nokkra daga í frágang fyrir sumarfrí. Þarna mundi ég kjósa að unnið væri markvisst að uppgjöri nýyfirstaðins skólaárs, þar sem farið væri yfir gögn og þau nýtt til þess að bæta skólalíf enn frekar milli ára. Á skóladagatali núverandi vinnustaðar míns kemur fram að eftir útskrift nemenda í júníbyrjun fá starfsmenn einungis þrjá skipulagsdaga fyrir sumarfrí. Þetta er að mínu mati ekki nóg. Ég myndi heldur kjósa að vinna með kollegum mínum að uppgjöri ársins og undirbúningi næsta árs út júnímánuð. Til þess að verulegur ávinningur verði af mati á skólastarfi og framþróun eigi sér möguleika verða kennarar og stjórnendur skóla að gefa sér tíma – tíma sem erfitt er að finna á hefðbundnum kennsludegi. Að sama skapi tel ég að kennarar verði að hefja vinnu mun fyrr að sumarfríum loknum, ég fékk einungis 5 daga í undirbúning heils skólaárs þegar ég sneri aftur til vinnu að fríi loknu í ágúst. Alls ekki nægur tími. Einnig tel ég ekki þörf á þessum aukafrídögum sem eru í kring um jól og páska. Ég sé ekki hvers vegna kennarar þurfi frekar á slíkum fríum að halda en aðrar starfsstéttir. Skólar hafa einnig staka skipulagsdaga á sínum skóladagatölum, daga sem ég myndi kjósa að setja saman í svokölluð vetrarfrí. Síðastliðinn áratug eða svo hefur skapast hefð fyrir slíkum fríum, frí sem að mínu mati skila ekki tilætluðum árangri nema atvinnulífið taki fullan þátt í þeim, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Margur kennarinn fussar og sveiar væntanlega þegar hann les þessar tillögur mínar og bendir á að á Norðurlöndunum sé kennsluskylda minni og fríin jafnvel meiri þrátt fyrir að þeir hafi hærri laun en kennarar á Íslandi. Mig langar þá að benda á þá staðreynd að við búum á Íslandi, þar sem önnur vinnumenning er ríkjandi. Ég tel okkur Íslendinga ekki vera tilbúna að samþykkja launakröfur kennarastéttarinnar nema að til aukins vinnuframlags komi. Þessum staðreyndum um frí kennara verður haldið á loft um ókomna tíð ef við tökum ekki af skarið og breytum okkar viðhorfi.Aukin ábyrgð stjórnenda Annað sem þarf að gerast er að skólastjórnendur fái aukið vald sem stjórnendur sinna stofnana. Þeir eiga að geta ráðið og rekið í takt við hugmyndir sínar um atorkusaman og framsækinn vinnustað. Þeir eiga að geta launað góðum starfskrafti með einum eða öðrum hætti. Kerfið sem stýrir launum í dag gerir ekki ráð fyrir framgangi kennara í starfi sem er stór galli að mínu mati. Meðan enginn launalegur né faglegur ávinningur er fyrir hendi er hætt við að vinna kennara verði líkari áætlunarbúskap heldur en vinna sem krefst stöðugrar framsækni. Þar af leiðandi minnka líkurnar á framþróun skólastarfs. Stjórnendur eiga að hvetja starfsmenn til endurmenntunar en því verður að fylgja einhver ávinningur fyrir starfsmenn. Bæði þurfa kennarar og annað starfsfólk skóla að eiga möguleika á framgangi í vinnu og bættum kjörum. Við þurfum líka að gera stjórnendur enn frekar ábyrga fyrir starfi skólanna. Hér á ekki að líðast að stjórnendur séu með æviráðningu heldur eiga þeir að þurfa að sanna sig í starfi – eins og annað starfsfólk.Sameining skólastiga Að mínu mati getum við nýtt skóladaginn betur og gert meiri kröfur til okkar nemenda. Með því að auka enn frekar áherslu á læsi í skólastarfi verður árangur og skilningur nemenda á öllu námi betri. Við getum stytt lögbundið grunnnám og einnig framhaldsnám. Ef grunn- og framhaldsskólar taka höndum saman er hægt að tryggja öllum íslenskum börnum þá menntun og kunnáttu sem krafist er til háskólanáms við 18 ára aldur. Þetta er vel hægt að gera, það eina sem þarf er vilji, framsýni og pólitískt þor.Hækkum laun kennara um 70% Ég er með B.Ed.-gráðu sem veitir mér kennsluréttindi á grunnskólastigi, tólf ára kennslureynslu og diplómu í stjórnun menntastofnana. Fyrir 100% starf greiðir sveitarfélagið mér kr. 354.000 mánaðarlega sem gera kr. 243.000 eftir skatt. Það getur hver maður séð að þessi upphæð dugar skammt þegar greiða þarf af húsnæði, bíl, mat og öllu sem til fellur fyrir fimm manna fjölskyldu. Þetta eru skammarlega lág laun. Ef launin mín yrðu hækkuð um 70% næði ég að skríða í um það bil 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Ég tel mig ekki geta verið með lægri laun en það. Hvað er þá til ráða? Jú, ég get að sjálfsögðu sagt upp og fengið mér vinnu annars staðar en í grunnskóla en þá finnst mér sú reynsla og menntun sem ég hef farin fyrir lítið. Ég vil frekar leggja til við ráðamenn þessarar þjóðar og einnig þá sem í forsvari eru fyrir kennarastétt þjóðarinnar að taka höndum saman og koma á þjóðarsamningum um bætta stöðu kennara og markmið í skólalífi. Ég vil ekki að gerður verði samningur um slíkt, þar sem það hefur verið reynt áður, heldur kýs ég að sett verði lög um skyldur ríkis og sveitarfélaga til næstu tíu ára að gera íslenska skóla að þeim bestu í heiminum og kjör og aðbúnað íslenskra kennara með því besta í heiminum. Með samhentum þjóðarvilja og framsýni er þetta ekki einungis vel gjörlegt heldur lífsnauðsynlegt ef við viljum vera á meðal þeirra þjóða sem lifa við hvað best lífskjör.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun