Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn Freyja Haraldsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 09:30 Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun