Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn Freyja Haraldsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 09:30 Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun