Annars flokks, óæskileg og óþægileg börn Freyja Haraldsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 09:30 Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru börn í okkar samfélagi sem þurfa að verja allt að tveimur vikum í burtu frá fjölskyldum sínum í mánuði á skammtímadvölum. Börn sem þurfa líka að bíða eftir og inn í leigubílum allt að tíu klukkustundir í viku í öllum útifötunum þar sem þau keyra um með ókunnugum bílstjórum og ókunnugu fólki. Þessi börn eru oft dæmd úr leik fljótt og mikil áhersla er á að gera við þau, oft svo mikil að þegar skólinn og öll þjálfunin er búin eru þau of uppgefin til þess að leika sér eins og önnur börn. Þau eru líka stundum aðgreind frá ,,annars konar börnum” og upplifa sig því ekki tilheyra samfélaginu sínu. Þau eru í meiri hættu á að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en almennt tíðkast og að upplifa vanrækslu. Þau fá oft verulega takmarkað tækifæri til frelsis og sjálfstæðis, nema í gegnum foreldra sína, sem oft leggja gríðarlega mikið á sig, miklu meira en þeim ber skylda til, svo þau geti tekið þátt í samfélaginu. Þau geta síður notið menningar, tómstundastarfs og íþrótta því hindranirnar í umhverfinu eru of miklar. Foreldrum þessara barna er ítrekað bent á hve kostnaðarsöm þau eru og talin trú um að þau séu ekki best til þess fallin að taka ákvarðanir um líf og velferð barna sinna. Þessi börn eru fötluð börn. Börn sem njóta ekki sömu mannréttindaverndar og ófötluð börn. Í dag er dagur Barnasáttmálans, sem Ísland hefur nýlega lögfest, og því er tilvalið að draga fram nokkur þeirra ákvæða sem varða sérstaklega þennan hóp barna og eru ekki virt. Í 2. grein Barnasáttmálans kemur fram að öll börn skuli njóta réttindanna sem hann kveður á um án mismununar, t.d. á grundvelli fötlunar. Aðskilnaður frá foreldrum er tilgreindur í 9. grein en þar kemur fram að aldrei skuli aðskilja barn frá foreldrum sínum nema að samvera með þeim ógni velferð barnsins. Í 18. grein er kveðið á um að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og að stjórnvöld skuli veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar. Vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum er tryggð í 19. grein og að aðildarríki beri að veita börnum sem orðið hafa fyrir slíku viðeigandi stuðning. Í 23. grein er fjallað sérstaklega um fötluð börn, einmitt þar sem þau eru þolendur mismununar á grundvelli aldurs og fötlunar, en þar kemur fram að þau eiga að búa við aðstæður sem tryggja þeim virðingu, stuðli að sjálfstæði þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt að þau skuli hafa aðgang að sérstakri aðstoð og möguleika á menntun, heilbrigðisþjónustu, tómstundaiðju o.fl.. Börn eiga, samkvæmt 31. grein, rétt á hvíld, leikjum, skemmtun og að njóta menningarlífs og lista sem hæfa aldri þeirra. Það er lykilatriði að með lögfestingu Barnasáttmálans verði unnið markvisst að því að bæta réttarstöðu fatlaðra barna með þeim hætti að þau geti, með viðeigandi aðstoð, tjáskiptaleiðum, stoðtækjum og aðgengi, notið fjölskyldulífs, tekið þátt í samfélaginu og haft áhrif á það á öllum sviðum. Einnig að þau fái tækifæri til þess að lifa með reisn og að virðing sé borin fyrir lífi þeirra nákvæmlega eins og það er. Jafnframt að þau upplifi ekki stöðugar kröfur um að eiga að vera öðruvísi eða betri en þau eru og að þau hafi rými til þess að leika sér, slaka á og vera til. Því þau eru ekki óæskilegar og óþægilegar annars flokks verur og baggi á samfélaginu heldur fyrst og fremst borgarar sem hafa sama tilkall til mannréttinda og ófötluð börn. Alltaf. Alls staðar. Og ekki bara það heldur eru þau mikilvæg, dýrmæt og gjörsamlega ómissandi eins og öll önnur börn á Íslandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun