Til hamingju með daginn, börn á öllum aldri! Stefán Ingi Stefánsson skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Í dag er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir 24 árum var hann samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn endurspeglar byltingarkennda sýn á stöðu barna í samfélaginu og undirstrikar að tryggja beri öllum börnum umönnun og vernd. Á Íslandi hefur staða barna tekið stakkaskiptum á þessum tæpa aldarfjórðungi. Íslensk stjórnvöld hófu þegar árið 1989 að efla réttindi barna í samræmi við anda Barnasáttmálans. Lagst hefur verið í ítarlega endurskoðun á íslenskum lögum til að tryggja að þau séu í fullu samræmi við sáttmálann, stofnað var embætti sérstaks umboðsmanns barna og þannig mætti áfram telja. Afar merkur áfangi náðist svo þegar Barnasáttmálinn var lögfestur 20. febrúar síðastliðinn með einróma samþykki Alþingis Íslendinga. Lögfestingin er skýr stefnuyfirlýsing um að hér á landi skuli forgangsraðað með hagsmuni barna að leiðarljósi.Börn þurfa að þekkja réttindi sín En þótt við höfum nú fagnað lögfestingu Barnasáttmálans er það eingöngu upphafið að löngu ferli. Ríkisvaldið þarf að móta stefnu sína varðandi innleiðingu sáttmálans og slíka áætlun þarf að vinna í samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök og almenning. Tryggja þarf að Barnasáttmálinn verði lifandi skjal sem börn og fullorðnir þekkja og geta sett í samhengi við eigin raunveruleika. Börn á Íslandi þurfa að þekkja réttindi sín og geta verið í umhverfi þar sem þessi réttindi eru hluti af daglegu lífi. Við undirbúning þessa næsta skrefs gegnir umboðsmaður barna ómetanlegu hlutverki og verður mikilvægi þeirrar stofnunar fyrir börn og innleiðingu Barnasáttmálans seint ofmetið. Á afmælisdegi Barnasáttmálans skulum við gleðjast og vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Um leið skulum við hafa í huga að enn er mikið verk fyrir höndum til að tryggja að lögfesting sáttmálans hafi raunveruleg áhrif. Mótum landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans, kynnum sáttmálann fyrir ungum sem öldnum, vinnum eftir athugasemdum Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og höldum úti öflugu embætti umboðsmanns barna á Íslandi. Kæru börn á öllum aldri, til hamingju með afmælið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir 24 árum var hann samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn endurspeglar byltingarkennda sýn á stöðu barna í samfélaginu og undirstrikar að tryggja beri öllum börnum umönnun og vernd. Á Íslandi hefur staða barna tekið stakkaskiptum á þessum tæpa aldarfjórðungi. Íslensk stjórnvöld hófu þegar árið 1989 að efla réttindi barna í samræmi við anda Barnasáttmálans. Lagst hefur verið í ítarlega endurskoðun á íslenskum lögum til að tryggja að þau séu í fullu samræmi við sáttmálann, stofnað var embætti sérstaks umboðsmanns barna og þannig mætti áfram telja. Afar merkur áfangi náðist svo þegar Barnasáttmálinn var lögfestur 20. febrúar síðastliðinn með einróma samþykki Alþingis Íslendinga. Lögfestingin er skýr stefnuyfirlýsing um að hér á landi skuli forgangsraðað með hagsmuni barna að leiðarljósi.Börn þurfa að þekkja réttindi sín En þótt við höfum nú fagnað lögfestingu Barnasáttmálans er það eingöngu upphafið að löngu ferli. Ríkisvaldið þarf að móta stefnu sína varðandi innleiðingu sáttmálans og slíka áætlun þarf að vinna í samstarfi við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök og almenning. Tryggja þarf að Barnasáttmálinn verði lifandi skjal sem börn og fullorðnir þekkja og geta sett í samhengi við eigin raunveruleika. Börn á Íslandi þurfa að þekkja réttindi sín og geta verið í umhverfi þar sem þessi réttindi eru hluti af daglegu lífi. Við undirbúning þessa næsta skrefs gegnir umboðsmaður barna ómetanlegu hlutverki og verður mikilvægi þeirrar stofnunar fyrir börn og innleiðingu Barnasáttmálans seint ofmetið. Á afmælisdegi Barnasáttmálans skulum við gleðjast og vera stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Um leið skulum við hafa í huga að enn er mikið verk fyrir höndum til að tryggja að lögfesting sáttmálans hafi raunveruleg áhrif. Mótum landsáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans, kynnum sáttmálann fyrir ungum sem öldnum, vinnum eftir athugasemdum Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og höldum úti öflugu embætti umboðsmanns barna á Íslandi. Kæru börn á öllum aldri, til hamingju með afmælið!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun