Hversu eftirsóknarvert er að vera háskólakennari á Íslandi? Geir Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Aðstæður í heilbrigðismálum á Íslandi eru alvarlegar og snúast bókstaflega um líf og dauða. En fyllsta ástæða er til að huga einnig að aðstæðum menntamála sem virðast ekki síður alvarlegar sé litið til framtíðar. Í þessari grein skal sjónum einkum beint að aðstæðum akademísks starfsfólks á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í kjölfar efnhagashruns þurftu ríkisháskólarnir eins og aðrar opinberar stofnanir að taka á sig stórfelldan niðurskurð sem var mætt með ólíkum hætti innan hvers háskóla fyrir sig. Á Hugvísindasviði HÍ var kennsluskylda aukin, ráðningarbann innleitt og hætt að greiða fyrir yfirvinnu. Þessar aðgerðir voru kynntar árið 2009 sem „tímabundnar“ til að mæta niðurskurði og því var almennt mætt með miklum skilningi. Nú, rúmum fjórum árum síðar, er ekki að sjá að þessu verði breytt til fyrra horfs á næstunni. Samtímis hafa störf háskóla breyst mikið og samfélagslegt hlutverk þeirra aukist verulega. Fjöldi háskólanema við HÍ hefur þrefaldast síðan 1990. Nemendahópurinn er breiðari en áður sem kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og námsmat. Hefðbundið fyrirlestrafyrirkomulag með einu prófi í lokin er á undanhaldi. Samskipti kennara við nemendur einskorðast ekki lengur við afmarkaða viðtalstíma heldur fara nú fram á öllum tímum með tilkomu tölvupóstsins. Metnaðargjarnir kennarar gera allt hvað þeir geta til að mæta þessum kröfum.Aukin kennsluskylda En þessar auknu kröfur hafa ekki endurspeglast í kjörum þeirra og aðstæðum. Kennsluskylda hefur þvert á móti aukist; í núverandi stefnu Háskóla Íslands er svo gerð krafa um fjölbreyttari kennsluhætti, aukið vægi símats og samtímis ber að efla rannsóknarvirkni. Fyrir vikið þyngist álagið á akademískt starfsfólk á sama tíma og launakjör hafa staðið í stað og eru nú einungis um helmingur þess sem gildir í nágrannalöndum okkur. Hér standa Hug- og Félagsvísindasvið HÍ sérlega illa að vígi vegna lægra framlags menntamálaráðuneytisins til hvers nemanda en á öðrum sviðum. Afleiðingarnar eru enn þyngra álag á kennara þessara sviða sem þurfa að vinna meira en aðrir fyrir sömu launum og er því beinlínis mismunað innan sömu stofnunar. Kynbundin launamismunun þykir réttilega forkastanleg en hér er á ferðinni ekki síður gjörræðisleg mismunun sem helgast einfaldlega af því að sumir sinna kennslu- og fræðastörfum í t.d. sagnfræði eða frönskum fræðum en aðrir t.d. í mennta- eða lífvísindum. Nýverið hefur Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde háskóla í Skotlandi, gagnrýnt akademískt starfsfólk í hug-, félags- og menntavísindum við HÍ fyrir laka rannsóknarvirkni. Vera má að Einar hafi rétt fyrir sér þótt ég sé raunar efins um réttmæti ýmissa þeirra forsenda sem hann byggir á. En hér er byrjað á öfugum enda. Þótt starfsskyldum akademískra starfsmanna við HÍ sé skipt upp í tiltekin hlutföll kennslu, rannsókna og stjórnunar endurspeglar uppskiptingin ekki lengur raunveruleg störf þeirra, a.m.k. ekki við Hugvísindasvið, og væri einungis í takt við raunveruleikann ef vinnuvikan væri 70-80 en ekki 40 tímar.Rannsóknavinna í „frítíma“ Í minni deild er kennsluálag almennt svo mikið að undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni kennslu fyllir upp í rúma vinnuviku. Rannsóknarvinna þarf þá að mæta afgangi og er unnin í „frítíma“. Þótt HÍ titli sig sem rannsóknaháskóla sýnist mér að kennslubyrði margra slagi upp í það sem er krafist í bandarískum kennsluháskólum. Ég kalla því eftir ítarlegri samanburðarúttekt á kjörum og aðstæðum háskólakennara, jafnt innanlands sem utan. Það væri verðugt rannsóknarverkefni. Bent hefur verið á fáir fást til starfa við íslensk sjúkrahús vegna lélegra kjara í alþjóðlegum samanburði. Hið sama gildir um ríkisháskóla. Launakjörin freista ekki (oftast eignalausra) einstaklinga á fertugsaldri með 10-12 ára háskólanám að baki og há námslán á bakinu. Þótt eftirspurn eftir háskólakennurum kunni að vera minni en eftir starfsfólki í heilbrigðisþjónustu erum við samt að sjá á eftir framúrskarandi fræðafólki sem stuðluðu annars að vísindalegri grósku og hefðu ómetanleg áhrif á stóran hóp nemenda sem síðar láta til sín taka í samfélaginu. Skiljanlega sér þetta fræðafólk sér fremur hag í því að starfa við háskóla og rannsóknarstofnanir í nágrannalöndum okkar, t.d. Skotlandi, þar sem launakjör eru tvö- og jafnvel þreföld á við það sem er í boði á Íslandi og svigrúm til rannsóknastarfa er boðlegt. Í þessu samhengi erum við að dragast verulega aftur úr og það gæti reynst okkur dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Sá tími kann jafnvel að vera nær en okkur fýsir að trúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðstæður í heilbrigðismálum á Íslandi eru alvarlegar og snúast bókstaflega um líf og dauða. En fyllsta ástæða er til að huga einnig að aðstæðum menntamála sem virðast ekki síður alvarlegar sé litið til framtíðar. Í þessari grein skal sjónum einkum beint að aðstæðum akademísks starfsfólks á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í kjölfar efnhagashruns þurftu ríkisháskólarnir eins og aðrar opinberar stofnanir að taka á sig stórfelldan niðurskurð sem var mætt með ólíkum hætti innan hvers háskóla fyrir sig. Á Hugvísindasviði HÍ var kennsluskylda aukin, ráðningarbann innleitt og hætt að greiða fyrir yfirvinnu. Þessar aðgerðir voru kynntar árið 2009 sem „tímabundnar“ til að mæta niðurskurði og því var almennt mætt með miklum skilningi. Nú, rúmum fjórum árum síðar, er ekki að sjá að þessu verði breytt til fyrra horfs á næstunni. Samtímis hafa störf háskóla breyst mikið og samfélagslegt hlutverk þeirra aukist verulega. Fjöldi háskólanema við HÍ hefur þrefaldast síðan 1990. Nemendahópurinn er breiðari en áður sem kallar á fjölbreyttari kennsluhætti og námsmat. Hefðbundið fyrirlestrafyrirkomulag með einu prófi í lokin er á undanhaldi. Samskipti kennara við nemendur einskorðast ekki lengur við afmarkaða viðtalstíma heldur fara nú fram á öllum tímum með tilkomu tölvupóstsins. Metnaðargjarnir kennarar gera allt hvað þeir geta til að mæta þessum kröfum.Aukin kennsluskylda En þessar auknu kröfur hafa ekki endurspeglast í kjörum þeirra og aðstæðum. Kennsluskylda hefur þvert á móti aukist; í núverandi stefnu Háskóla Íslands er svo gerð krafa um fjölbreyttari kennsluhætti, aukið vægi símats og samtímis ber að efla rannsóknarvirkni. Fyrir vikið þyngist álagið á akademískt starfsfólk á sama tíma og launakjör hafa staðið í stað og eru nú einungis um helmingur þess sem gildir í nágrannalöndum okkur. Hér standa Hug- og Félagsvísindasvið HÍ sérlega illa að vígi vegna lægra framlags menntamálaráðuneytisins til hvers nemanda en á öðrum sviðum. Afleiðingarnar eru enn þyngra álag á kennara þessara sviða sem þurfa að vinna meira en aðrir fyrir sömu launum og er því beinlínis mismunað innan sömu stofnunar. Kynbundin launamismunun þykir réttilega forkastanleg en hér er á ferðinni ekki síður gjörræðisleg mismunun sem helgast einfaldlega af því að sumir sinna kennslu- og fræðastörfum í t.d. sagnfræði eða frönskum fræðum en aðrir t.d. í mennta- eða lífvísindum. Nýverið hefur Einar Steingrímsson, prófessor við Strathclyde háskóla í Skotlandi, gagnrýnt akademískt starfsfólk í hug-, félags- og menntavísindum við HÍ fyrir laka rannsóknarvirkni. Vera má að Einar hafi rétt fyrir sér þótt ég sé raunar efins um réttmæti ýmissa þeirra forsenda sem hann byggir á. En hér er byrjað á öfugum enda. Þótt starfsskyldum akademískra starfsmanna við HÍ sé skipt upp í tiltekin hlutföll kennslu, rannsókna og stjórnunar endurspeglar uppskiptingin ekki lengur raunveruleg störf þeirra, a.m.k. ekki við Hugvísindasvið, og væri einungis í takt við raunveruleikann ef vinnuvikan væri 70-80 en ekki 40 tímar.Rannsóknavinna í „frítíma“ Í minni deild er kennsluálag almennt svo mikið að undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni kennslu fyllir upp í rúma vinnuviku. Rannsóknarvinna þarf þá að mæta afgangi og er unnin í „frítíma“. Þótt HÍ titli sig sem rannsóknaháskóla sýnist mér að kennslubyrði margra slagi upp í það sem er krafist í bandarískum kennsluháskólum. Ég kalla því eftir ítarlegri samanburðarúttekt á kjörum og aðstæðum háskólakennara, jafnt innanlands sem utan. Það væri verðugt rannsóknarverkefni. Bent hefur verið á fáir fást til starfa við íslensk sjúkrahús vegna lélegra kjara í alþjóðlegum samanburði. Hið sama gildir um ríkisháskóla. Launakjörin freista ekki (oftast eignalausra) einstaklinga á fertugsaldri með 10-12 ára háskólanám að baki og há námslán á bakinu. Þótt eftirspurn eftir háskólakennurum kunni að vera minni en eftir starfsfólki í heilbrigðisþjónustu erum við samt að sjá á eftir framúrskarandi fræðafólki sem stuðluðu annars að vísindalegri grósku og hefðu ómetanleg áhrif á stóran hóp nemenda sem síðar láta til sín taka í samfélaginu. Skiljanlega sér þetta fræðafólk sér fremur hag í því að starfa við háskóla og rannsóknarstofnanir í nágrannalöndum okkar, t.d. Skotlandi, þar sem launakjör eru tvö- og jafnvel þreföld á við það sem er í boði á Íslandi og svigrúm til rannsóknastarfa er boðlegt. Í þessu samhengi erum við að dragast verulega aftur úr og það gæti reynst okkur dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Sá tími kann jafnvel að vera nær en okkur fýsir að trúa.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun