Kvótakerfi = gjafakvóti? Jón Steinsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur. Sigurður segir að það hafi sýnt sig að kvótakerfi framseljanlegra veiðiheimilda sé „gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt“. Það má til sanns vegar færa. Auðvitað á makríll að fara inn í kvótakerfið. Það að makríll eigi að fara inn í kvótakerfið þýðir hins vegar ekki að úthluta eigi þessum glænýja markrílkvóta án endurgjalds (eða svo gott sem). Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera samasemmerki milli kvótakerfis og gjafakvóta. Sjávarútvegsráðherra segir að horft verði til veiðireynslu, verðmætasköpunar og „væntanlega einhverra fleiri þátta“ við úthlutunina. Sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfiski á sér stað í skorpum. Makríllinn var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem hægt var að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld. Að úthluta verðmætum upp á tugi milljarða á þessum grundvelli orkar tvímælis svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sjávarútvegsráðherra segist hafa leitað eftir samráði við útgerðarmenn jafnt stóra sem smáa og vonast til að finna lausn sem flestir geta sætt sig við. Hér á hann auðvitað við flestir útgerðarmenn. Einhverra hluta vegna hefur hann ekkert samráð við skattgreiðendur og sjúklinga á Landspítalanum. Ætli þeir séu sáttir við að ráðherra úthluti gríðarlegum verðmætum langt undir markaðsverði? „Sátt“ í sjávarútvegsmálum virðist alltaf þýða að útgerðarmenn séu sáttir. Þjóðin er algjört aukaatriði í því sambandi. Ég hef einfalda spurningu fyrir ráðherra: Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp? Með því myndi kvótinn renna til þeirra sem geta búið til mest verðmæti með hann (hagkvæmnin sem honum er tíðrætt um í þessu sambandi). Og ríkissjóður myndi fá talsverðar tekjur. Þær mætti nota til þess að lækka skatta eða bæta þjónustu (til dæmis á Landspítalanum). Ekki veitir af.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun