Greiðsluhlé meðlaga hefst 1. desember Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2013 13:41 Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma því á framfæri við fjölmiðla að greiðsluhlé meðlaga hefst á sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Með greiðsluhléinu vilja samtökin mótmæla framgöngu opinberra stofnana í garð meðlagsgreiðenda og fjölskyldna þeirra. Innheimtustofnun sveitafélaga styðst við engin opinber viðmið um hverjir fá greiðsluívilnun og hverjir ekki og hefur stofnunin ótakmarkaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum launum meðlagsgreiðenda. Til eru dæmi um að lágtekjumenn hafi aðeins 100,000 kr. í ráðstöfunartekjur að jafnaði til að kosta nauðsynjar og umgengni eftir harkalega innheimtu meðlaga. Þegar umgengnisforeldrar þessir leita á náðir félagsþjónustunnar fá þeir enga aðstoð þar sem þeir eru færðir til bókar sem barnslausir einstaklingar sem geta geta sýnt fram á heildarlaun. Samtökin telja að með þessu gangi stofnanir sveitafélaganna í berhögg við 76. gr. stjórnarskrárinnar er kveður á um framfærslurétt borgaranna og 65. gr. stjórnarskrárinnar er kveður á um hina almennu jafnræðisreglu. Einnig ber að nefna að Innheimtustofnun virðir andmælareglu stjórnsýslulaga að vettugi við innheimtu meðlaga þegar dregnar eru meðlagsskuldir frá útborguðum launum og vaxtabótum án viðvörunar. Að auki hefur Innheimtustofnun margoft tvírukkað meðlagsskuldir sem í sumum tilfellum hafa numið mörgum milljónum, eftir að stofnunin hefur látið hjá líða að gera kröfu í þrotabú atvinnuveitanda sem hafa svikist um að greiða frádrátt meðlaga af útborguðum launum til Innheimtustofnunar. Samtökin telja slíkt bæði ólöglegt og augljóslega ósiðlegt. Einnig hefur borið á því að Innheimtustofnun hafi reynt að blekkja gjaldþrota meðlagsgreiðendur til að viðurkenna meðlagsskuldir eftir að þær hafa fyrnst gjaldþrotalögum samkvæmt. Samtökin hafa auk þessa staðfest dæmi um að starfsmenn á vegum Innheimtustofnunar hafi leitað til barna umgengnisforeldra til að forvitnast um aðfarahæfar eigur feðrana. Þess fyrir utan hafa meðlagsgreiðendur takmarkaða möguleika til að stunda háskólanám. Samkvæmt tölum hjá LÍN fengu 1293 einstæðir lögheimilisforeldrar námslán á síðasta skólavetri, sem er um 10,2% þjóðfélagshópsins. Þá eru þeir lögheimilisforeldrar ótaldir sem ekki eru einstæðir. Hins vegar fengu aðeins 231 meðlagsgreiðendur námslán á sama tímabili eða um 1,65% alls þjóðfélagshópsins. Af þeim voru 192 einstæðir umgengnisforeldrar eða um 2,3% þess þjóðfélagshóps. Ætla má að drjúgur hluti þessara einstæðu umgengnisforeldra hafi þegið námslán vegna iðnnáms. Eru þessar tölur í samræmi við upplýsingar frá Creditinfo sem sýna að 53% einstæðra umgengnisforeldra og 47% alls þjóðfélagshópsins eru á vanskilaskrá. Það þýðir að annar hvert umgengnisforeldri er á vanskilaskrá; næstum þrefalt fleiri en lögheimilisforeldrar. Þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á að faðir fari í þrot eftir skilnað við barnsmóður ef hann er ekki hálaunamaður. Þótt háskólanám sé talið til stjórnarskrárvarinna mannréttinda og lykill að því að brjótast úr fátækt er ljóst að sá réttur sé mjög skertur hjá umgengnisforeldrum og hjá helmingi þeirra ekki til staðar, þar sem fyrirgreiðsla eru alla jafna forsenda háskólanáms. Að auki telja samtökin að LÍN gerist brotleg við eigin útlánareglur og meginreglur stjórnsýslulaga þegar synjuð er umsókn um námslán vegna umgengniskostnaðar á þeim forsendum að aðeins sé hægt að lána fyrir meðlögum eða fyrir umgengni, en ekki hvort tveggja. Markmið Samtaka meðlagsgreiðenda er að þrýsta á að stjórnvöld viðurkenni umgengnisforeldra sem foreldra, hvort heldur við almannaskráningu, hagskýrslugerð og aðkomu þeirra að velferðarkerfinu. Þótt Hagstofa Ísland telji árlega verpandi hænsni og baulandi búgripi, og sérhverja þá sem heita Jón og Gunna, veit ráðuneytið ekki hve umgengnisforeldrar eru margir, hvað þá um aðrar félagslegar stærðir er þá varðar. Slíkt er óviðunandi. Taka verður tillit til þess kostnaðar sem fellur til vegna umgengni við skilnaðarbarn þegar kemur að úthlutun barnabóta, vaxtabóta, húsaleigubóta, félagsþjónustu og innheimtum meðlaga. Brot opinberra stofnana á stjórnarskrárvörðum mannréttindum umgengnisforeldra valda aðskilnaði milli föðurs og skilnaðarbarns, koma í veg fyrir að hann geti stofnað nýja fjölskyldu og dæma hann að endingu í ævilanga örbirgð. Greiðsluhléið gildir í 4 vikur og nær aðeins til meðlagsgreiðslna til Innheimtustofnunar sveitafélaga en ekki til annarra greiðslna svo sem til lögheimilisforeldra. Hvetja samtökin alla umgengnisforeldra til að létta undir með lögheimilisforeldrum með að bjóða þeim aukna umgengni ef efni leyfa og að greiða meðlagskröfurnar að greiðsluhléi loknu. Að sama skapi hvetjum við alla lögheimilisforeldra til að styðja umgengnisforeldra í lífkjarabaráttunni og aðgerðum þessum. Ef opinberar stofnanir beita meðlagsgreiðendur óvönduðum meðölum á meðan greiðsluhléinu stendur áskilja samtökin sér rétt að lengja greiðsluhléið eftir þörfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma því á framfæri við fjölmiðla að greiðsluhlé meðlaga hefst á sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Með greiðsluhléinu vilja samtökin mótmæla framgöngu opinberra stofnana í garð meðlagsgreiðenda og fjölskyldna þeirra. Innheimtustofnun sveitafélaga styðst við engin opinber viðmið um hverjir fá greiðsluívilnun og hverjir ekki og hefur stofnunin ótakmarkaðar heimildir til að ganga að eigum og útborguðum launum meðlagsgreiðenda. Til eru dæmi um að lágtekjumenn hafi aðeins 100,000 kr. í ráðstöfunartekjur að jafnaði til að kosta nauðsynjar og umgengni eftir harkalega innheimtu meðlaga. Þegar umgengnisforeldrar þessir leita á náðir félagsþjónustunnar fá þeir enga aðstoð þar sem þeir eru færðir til bókar sem barnslausir einstaklingar sem geta geta sýnt fram á heildarlaun. Samtökin telja að með þessu gangi stofnanir sveitafélaganna í berhögg við 76. gr. stjórnarskrárinnar er kveður á um framfærslurétt borgaranna og 65. gr. stjórnarskrárinnar er kveður á um hina almennu jafnræðisreglu. Einnig ber að nefna að Innheimtustofnun virðir andmælareglu stjórnsýslulaga að vettugi við innheimtu meðlaga þegar dregnar eru meðlagsskuldir frá útborguðum launum og vaxtabótum án viðvörunar. Að auki hefur Innheimtustofnun margoft tvírukkað meðlagsskuldir sem í sumum tilfellum hafa numið mörgum milljónum, eftir að stofnunin hefur látið hjá líða að gera kröfu í þrotabú atvinnuveitanda sem hafa svikist um að greiða frádrátt meðlaga af útborguðum launum til Innheimtustofnunar. Samtökin telja slíkt bæði ólöglegt og augljóslega ósiðlegt. Einnig hefur borið á því að Innheimtustofnun hafi reynt að blekkja gjaldþrota meðlagsgreiðendur til að viðurkenna meðlagsskuldir eftir að þær hafa fyrnst gjaldþrotalögum samkvæmt. Samtökin hafa auk þessa staðfest dæmi um að starfsmenn á vegum Innheimtustofnunar hafi leitað til barna umgengnisforeldra til að forvitnast um aðfarahæfar eigur feðrana. Þess fyrir utan hafa meðlagsgreiðendur takmarkaða möguleika til að stunda háskólanám. Samkvæmt tölum hjá LÍN fengu 1293 einstæðir lögheimilisforeldrar námslán á síðasta skólavetri, sem er um 10,2% þjóðfélagshópsins. Þá eru þeir lögheimilisforeldrar ótaldir sem ekki eru einstæðir. Hins vegar fengu aðeins 231 meðlagsgreiðendur námslán á sama tímabili eða um 1,65% alls þjóðfélagshópsins. Af þeim voru 192 einstæðir umgengnisforeldrar eða um 2,3% þess þjóðfélagshóps. Ætla má að drjúgur hluti þessara einstæðu umgengnisforeldra hafi þegið námslán vegna iðnnáms. Eru þessar tölur í samræmi við upplýsingar frá Creditinfo sem sýna að 53% einstæðra umgengnisforeldra og 47% alls þjóðfélagshópsins eru á vanskilaskrá. Það þýðir að annar hvert umgengnisforeldri er á vanskilaskrá; næstum þrefalt fleiri en lögheimilisforeldrar. Þetta þýðir að yfirgnæfandi líkur eru á að faðir fari í þrot eftir skilnað við barnsmóður ef hann er ekki hálaunamaður. Þótt háskólanám sé talið til stjórnarskrárvarinna mannréttinda og lykill að því að brjótast úr fátækt er ljóst að sá réttur sé mjög skertur hjá umgengnisforeldrum og hjá helmingi þeirra ekki til staðar, þar sem fyrirgreiðsla eru alla jafna forsenda háskólanáms. Að auki telja samtökin að LÍN gerist brotleg við eigin útlánareglur og meginreglur stjórnsýslulaga þegar synjuð er umsókn um námslán vegna umgengniskostnaðar á þeim forsendum að aðeins sé hægt að lána fyrir meðlögum eða fyrir umgengni, en ekki hvort tveggja. Markmið Samtaka meðlagsgreiðenda er að þrýsta á að stjórnvöld viðurkenni umgengnisforeldra sem foreldra, hvort heldur við almannaskráningu, hagskýrslugerð og aðkomu þeirra að velferðarkerfinu. Þótt Hagstofa Ísland telji árlega verpandi hænsni og baulandi búgripi, og sérhverja þá sem heita Jón og Gunna, veit ráðuneytið ekki hve umgengnisforeldrar eru margir, hvað þá um aðrar félagslegar stærðir er þá varðar. Slíkt er óviðunandi. Taka verður tillit til þess kostnaðar sem fellur til vegna umgengni við skilnaðarbarn þegar kemur að úthlutun barnabóta, vaxtabóta, húsaleigubóta, félagsþjónustu og innheimtum meðlaga. Brot opinberra stofnana á stjórnarskrárvörðum mannréttindum umgengnisforeldra valda aðskilnaði milli föðurs og skilnaðarbarns, koma í veg fyrir að hann geti stofnað nýja fjölskyldu og dæma hann að endingu í ævilanga örbirgð. Greiðsluhléið gildir í 4 vikur og nær aðeins til meðlagsgreiðslna til Innheimtustofnunar sveitafélaga en ekki til annarra greiðslna svo sem til lögheimilisforeldra. Hvetja samtökin alla umgengnisforeldra til að létta undir með lögheimilisforeldrum með að bjóða þeim aukna umgengni ef efni leyfa og að greiða meðlagskröfurnar að greiðsluhléi loknu. Að sama skapi hvetjum við alla lögheimilisforeldra til að styðja umgengnisforeldra í lífkjarabaráttunni og aðgerðum þessum. Ef opinberar stofnanir beita meðlagsgreiðendur óvönduðum meðölum á meðan greiðsluhléinu stendur áskilja samtökin sér rétt að lengja greiðsluhléið eftir þörfum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun