Að kenna gömlum hundi að sitja Ólafur Valsson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til. Skýrslan er um marga hluti merkileg og ber þar fyrst að nefna að þetta er fyrsta óháða úttektin sem gerð er á kostnaði við jarðstrengi að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna. Mikil umræða hefur verið um jarðstrengi sem valkosti í flutningi á rafmagni undanfarin misseri og hefur einkafyrirtækið Landsnet, sem hefur samkvæmt raforkulögum einokun á flutningi raforku, ítrekað verið beðið um að færa rök fyrir fullyrðingum sínum um margfaldan kostnað sem fyrirtækið hefur haldið á lofti undanfarin ár. Í ljósi þessarar háværu kröfu er einnig merkilegt að það skuli ekki vera Landsnet sem hafi kostað gerð svona úttektar. Nei, það eru Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökin Landvernd sem eiga heiðurinn af því. Það kemur kannski ekki á óvart að Landsnet hafi ekki kostað úttekt sem þessa. Það fyrirtæki hefur hingað til ekki talið sig þurfa að rökstyðja sitt mál eða styðja mál sitt gögnum. Nú hefðu margir kannski haldið að Landsnet myndi þakka Landvernd fyrir að leggja út í þennan kostnað og láta vinna vinnuna sem Landsnet réttlega hefði átt að gera, en hvað gerist? Einkafyrirtækið bregst ókvæða við og reynir á sama ómálefnalega hátt og þeirra er von og vísa að gera lítið úr skýrslunni. Skýrslan gerir þó ekkert annað en að taka draga saman helstu þekkingu og reynslu þeirra sem fremstir fara í jarðstrengjanotkun í heiminum í dag. Með málflutningi sínum opinberar Landsnet vanþekkingu sína á málefninu enda hefur Landsnet litla reynslu af rekstri háspenntra jarðstrengja, hvað þá að fyrirtækið hafi ástundað rannsóknir á rekstri og líftíma jarðstrengja öfugt við heiminn í kringum okkur. Órökstuddar dylgjur og fullyrðingar Landsnets dæma sig þar með sjálfar og auka ekki á trúverðugleika þessa fyrirtækis. Það er heldur dapurlegt að horfa upp á Landsnet sem hefur ríkar skyldur vegna þeirrar einokunar sem fyrirtækið hefur verða uppvíst að öðru tveggja, að hafa beitt blekkingum eða vita ekki betur. Fyrirtækið hefur brugðist skyldum sínum. Nærtækasta dæmið er viðtal við forstjóra Landsnets í Speglinum þann 18.11 en þar talar forstjórinn gegn betri vitund þegar hann reynir að telja fólki trú um að Landsnet noti sömu aðferðir og löndin í kringum okkur og ber sig saman við Frakkland þar sem hann ræðir líftíma jarðstrengja. Á máli hans má skilja að Landsnet noti sömu aðferð og franska flutningsfyrirtækið í útreikningum sínum. Ekkert er fjarri sanni og það veit forstjórinn mætavel þar sem hann og hans fólk er nýkomið úr námsferð í höfuðstöðvar franska fyrirtækisins. Nú, og hver er munurinn? Jú, Frakkar reikna með 45 ára líftíma bæði fyrir loftlínur og jarðstrengi en telja bæði mannvirkin geta enst mikið lengur og leggur þau að jöfnu í líftíma. Landsnet hinsvegar notar 35 ár fyrir jarðstreng en 70 ár fyrir loftlínu, sbr. skýrslu sem fyrirtækið lagði fram í jarðstrengjanefndinni svokölluðu í janúar á þessu ári. Þessi aðferðafræði Landsnets er á skjön við það sem þekkist annars staðar en forstjórinn gleymdi alveg að geta þessa í umræddu viðtali. Þetta er ekki eina dæmið sem benda má á þar sem almenningur og stjórnsýslan eru vísvitandi blekkt af forsvarmönnum Landsnets. Nöturlegur sannleikurinn blasir því miður við. Keisarinn er ekki í neinum fötum. Landsnet hefur einnig ítrekað haldið fram að fyrirtækið hafi ekki vald né umboð til að ákveða hvort leggja eigi vissa hluta línuleiða í jörð. Þessi röksemd þeirra stenst enga skoðun, bæði vegna niðurstaðna kanadísku skýrslunnar, sem er að munur á kostnaði er óverulegur, en ekki síður vegna þess að stjórn Landsnets hefur tekið mun stærri og afdrifaríkari ákvarðanir en þá hvort leggja eigi tiltekna spotta af flutningskerfinu í jörð. Þar má nefna þá ákvörðun stjórnar Landsnets að flutningskerfið skuli byggt upp af stórum og fáum línum og þá ákvörðun Landsnets að meginflutningskerfið skuli rekið á 220 kílóvolta spennu. Báðar þessar ákvarðanir eru mun stærri og afdrífaríkari fyrir allan almenning og hafa aldrei fengið neina opinbera umfjöllun, hvað þá að stjórnvöld hafi sett sér stefnu þar um. Það er því augljóst að það er ekkert annað en fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum Landsnets að þeir geti ekki ákveðið að leggja jarðstrengi. Landsnet getur ekki firrt sig ábyrgð með slíkum málflutningi. Vissulega mælir ekkert gegn því að ríkið móti sér stefnu í notkun á jarðstrengjum en hún þarf ekki að vera flóknari en sem svo að mæla um að leggja beri jarðstrengi þar sem þess er nokkur kostur. Jafn mikilvægt og jafnvel mikilvægara er þó að fram fari upplýst umræða um hver raunveruleg þörf er fyrir uppbyggingu flutningskerfisins og hvort það þjóni hagsmunum þjóðarinnar að hafa fáar og stórar línur eða kannski bara þröngum hagsmunum Landsnets? Þessar spurningar og margar aðrar eru áleitnar en Landsnet hefur í þessu sem öðru aldrei viljað eða getað rökstutt svör sín. Fyrirtækið ber samkvæmt raforkulögum ábyrgð á flutningskerfinu og á að sjá til þess að það anni raunverulegri flutningsþörf. Fyrirtækið getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfu sér ef því hefur ekki tekist að uppfylla þær skyldur sínar. Að gera loftlínur að trúarbrögðum hjálpar ekki til að tryggja afhendingaröryggi og mun ekki verða til þess að Landsnet geti uppfyllt þær lágmarksskyldur sem á það eru lagðar. Viðbrögð forsvarsmanna Landsnets við þessari fyrstu óháðu skýrslu um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína valda verulegum vonbrigðum en koma ekki á óvart í ljósi máflutnings Landsnets undanfarin misseri. Til að skilja afstöðu Landsnets til jarðstrengja er vert að minnast þess að Landsnet kærði nú nýverið úrskurð Skipulagsstofnunar um að fyrirtækið skuli meta umhverfisáhrif jarðstrengja til jafns við áhrif loftlínur á vissum hlutum leiðarinnar frá Kröflu í Fljótsdal, en Landsnet hefur lagt fram matslýsingu á raflínu á þeirri leið. Þessi kæra segir meira en margt annað um hversu trúarbragðakennd afstaða Landsnets er. Fyrirtækið vílar ekki fyrir sér að beita öllum tiltækum ráðum til að komast hjá að meta valkostinn jarðstreng, hvort heldur sem er í umhverfismati eða kostnaðarmati. Landsnet hefur þó vitað í mörg ár að það er forsenda þess að málefnalega sé staðið að ákvörðunum um uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi raforku að mismunandi valkostir séu metnir og fái umfjöllun. Alþekkt er að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og verður maður stundum að játa sig sigraðan og endurnýja í stað þess að eyða tíma og orku í kennslu sem engu skilar. Stjórn Landsnets hlýtur að íhuga alvarlega hvernig fyrirtækið ætlar að ávinna sér traust almennings og stjórnvalda eftir þessa síðustu uppákomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til. Skýrslan er um marga hluti merkileg og ber þar fyrst að nefna að þetta er fyrsta óháða úttektin sem gerð er á kostnaði við jarðstrengi að teknu tilliti til íslenskra aðstæðna. Mikil umræða hefur verið um jarðstrengi sem valkosti í flutningi á rafmagni undanfarin misseri og hefur einkafyrirtækið Landsnet, sem hefur samkvæmt raforkulögum einokun á flutningi raforku, ítrekað verið beðið um að færa rök fyrir fullyrðingum sínum um margfaldan kostnað sem fyrirtækið hefur haldið á lofti undanfarin ár. Í ljósi þessarar háværu kröfu er einnig merkilegt að það skuli ekki vera Landsnet sem hafi kostað gerð svona úttektar. Nei, það eru Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtökin Landvernd sem eiga heiðurinn af því. Það kemur kannski ekki á óvart að Landsnet hafi ekki kostað úttekt sem þessa. Það fyrirtæki hefur hingað til ekki talið sig þurfa að rökstyðja sitt mál eða styðja mál sitt gögnum. Nú hefðu margir kannski haldið að Landsnet myndi þakka Landvernd fyrir að leggja út í þennan kostnað og láta vinna vinnuna sem Landsnet réttlega hefði átt að gera, en hvað gerist? Einkafyrirtækið bregst ókvæða við og reynir á sama ómálefnalega hátt og þeirra er von og vísa að gera lítið úr skýrslunni. Skýrslan gerir þó ekkert annað en að taka draga saman helstu þekkingu og reynslu þeirra sem fremstir fara í jarðstrengjanotkun í heiminum í dag. Með málflutningi sínum opinberar Landsnet vanþekkingu sína á málefninu enda hefur Landsnet litla reynslu af rekstri háspenntra jarðstrengja, hvað þá að fyrirtækið hafi ástundað rannsóknir á rekstri og líftíma jarðstrengja öfugt við heiminn í kringum okkur. Órökstuddar dylgjur og fullyrðingar Landsnets dæma sig þar með sjálfar og auka ekki á trúverðugleika þessa fyrirtækis. Það er heldur dapurlegt að horfa upp á Landsnet sem hefur ríkar skyldur vegna þeirrar einokunar sem fyrirtækið hefur verða uppvíst að öðru tveggja, að hafa beitt blekkingum eða vita ekki betur. Fyrirtækið hefur brugðist skyldum sínum. Nærtækasta dæmið er viðtal við forstjóra Landsnets í Speglinum þann 18.11 en þar talar forstjórinn gegn betri vitund þegar hann reynir að telja fólki trú um að Landsnet noti sömu aðferðir og löndin í kringum okkur og ber sig saman við Frakkland þar sem hann ræðir líftíma jarðstrengja. Á máli hans má skilja að Landsnet noti sömu aðferð og franska flutningsfyrirtækið í útreikningum sínum. Ekkert er fjarri sanni og það veit forstjórinn mætavel þar sem hann og hans fólk er nýkomið úr námsferð í höfuðstöðvar franska fyrirtækisins. Nú, og hver er munurinn? Jú, Frakkar reikna með 45 ára líftíma bæði fyrir loftlínur og jarðstrengi en telja bæði mannvirkin geta enst mikið lengur og leggur þau að jöfnu í líftíma. Landsnet hinsvegar notar 35 ár fyrir jarðstreng en 70 ár fyrir loftlínu, sbr. skýrslu sem fyrirtækið lagði fram í jarðstrengjanefndinni svokölluðu í janúar á þessu ári. Þessi aðferðafræði Landsnets er á skjön við það sem þekkist annars staðar en forstjórinn gleymdi alveg að geta þessa í umræddu viðtali. Þetta er ekki eina dæmið sem benda má á þar sem almenningur og stjórnsýslan eru vísvitandi blekkt af forsvarmönnum Landsnets. Nöturlegur sannleikurinn blasir því miður við. Keisarinn er ekki í neinum fötum. Landsnet hefur einnig ítrekað haldið fram að fyrirtækið hafi ekki vald né umboð til að ákveða hvort leggja eigi vissa hluta línuleiða í jörð. Þessi röksemd þeirra stenst enga skoðun, bæði vegna niðurstaðna kanadísku skýrslunnar, sem er að munur á kostnaði er óverulegur, en ekki síður vegna þess að stjórn Landsnets hefur tekið mun stærri og afdrifaríkari ákvarðanir en þá hvort leggja eigi tiltekna spotta af flutningskerfinu í jörð. Þar má nefna þá ákvörðun stjórnar Landsnets að flutningskerfið skuli byggt upp af stórum og fáum línum og þá ákvörðun Landsnets að meginflutningskerfið skuli rekið á 220 kílóvolta spennu. Báðar þessar ákvarðanir eru mun stærri og afdrífaríkari fyrir allan almenning og hafa aldrei fengið neina opinbera umfjöllun, hvað þá að stjórnvöld hafi sett sér stefnu þar um. Það er því augljóst að það er ekkert annað en fyrirsláttur hjá forsvarsmönnum Landsnets að þeir geti ekki ákveðið að leggja jarðstrengi. Landsnet getur ekki firrt sig ábyrgð með slíkum málflutningi. Vissulega mælir ekkert gegn því að ríkið móti sér stefnu í notkun á jarðstrengjum en hún þarf ekki að vera flóknari en sem svo að mæla um að leggja beri jarðstrengi þar sem þess er nokkur kostur. Jafn mikilvægt og jafnvel mikilvægara er þó að fram fari upplýst umræða um hver raunveruleg þörf er fyrir uppbyggingu flutningskerfisins og hvort það þjóni hagsmunum þjóðarinnar að hafa fáar og stórar línur eða kannski bara þröngum hagsmunum Landsnets? Þessar spurningar og margar aðrar eru áleitnar en Landsnet hefur í þessu sem öðru aldrei viljað eða getað rökstutt svör sín. Fyrirtækið ber samkvæmt raforkulögum ábyrgð á flutningskerfinu og á að sjá til þess að það anni raunverulegri flutningsþörf. Fyrirtækið getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfu sér ef því hefur ekki tekist að uppfylla þær skyldur sínar. Að gera loftlínur að trúarbrögðum hjálpar ekki til að tryggja afhendingaröryggi og mun ekki verða til þess að Landsnet geti uppfyllt þær lágmarksskyldur sem á það eru lagðar. Viðbrögð forsvarsmanna Landsnets við þessari fyrstu óháðu skýrslu um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína valda verulegum vonbrigðum en koma ekki á óvart í ljósi máflutnings Landsnets undanfarin misseri. Til að skilja afstöðu Landsnets til jarðstrengja er vert að minnast þess að Landsnet kærði nú nýverið úrskurð Skipulagsstofnunar um að fyrirtækið skuli meta umhverfisáhrif jarðstrengja til jafns við áhrif loftlínur á vissum hlutum leiðarinnar frá Kröflu í Fljótsdal, en Landsnet hefur lagt fram matslýsingu á raflínu á þeirri leið. Þessi kæra segir meira en margt annað um hversu trúarbragðakennd afstaða Landsnets er. Fyrirtækið vílar ekki fyrir sér að beita öllum tiltækum ráðum til að komast hjá að meta valkostinn jarðstreng, hvort heldur sem er í umhverfismati eða kostnaðarmati. Landsnet hefur þó vitað í mörg ár að það er forsenda þess að málefnalega sé staðið að ákvörðunum um uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi raforku að mismunandi valkostir séu metnir og fái umfjöllun. Alþekkt er að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og verður maður stundum að játa sig sigraðan og endurnýja í stað þess að eyða tíma og orku í kennslu sem engu skilar. Stjórn Landsnets hlýtur að íhuga alvarlega hvernig fyrirtækið ætlar að ávinna sér traust almennings og stjórnvalda eftir þessa síðustu uppákomu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun