Að vera eða vera ekki kynfræðingur Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Áslaug Kristjánsdóttir og Sigríður Dögg Arnardóttir skrifa 16. nóvember 2013 06:00 Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynfræði (sexology) hefur þann megintilgang að auka þekkingu okkar á manninum sem kynveru. Fræðigreinin kynfræði er rétt að slíta barnsskónum hérlendis og mikilvægt að hlúa vel að fyrstu skrefunum í allri þróun, ekki síst uppbyggingu menntunar innan kynfræða. Langvarandi skortur á faglegri menntun í kynfræðum hefur hægt á framþróun heildstæðrar stefnumótunar í kynheilbrigðismálum sem lýtur að þróun kynfræðslu og klínískrar vinnu svo og forvarnarstarfs og rannsókna. Þrátt fyrir að íslensk lög kveði á um að heilbrigðisstéttir og kennarar eigi að veita fræðslu og ráðgjöf um kynferðismál þá hefur minna farið fyrir ákvæðum um hvaða menntun þeir skuli hafa til að sinna þessu lögboðna hlutverki. (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir… nr. 25/1975). Þetta hefur ekki verið viðunandi og síst til þess fallið að festa fræðigreinina í sessi. Starfsheitið kynfræðingur er enn sem komið er ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það firrir samt ekki einstaklinga ábyrgð á gjörðum sínum og í því sambandi má nefna að allar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. Það er öllum frjálst að fjalla um kynlíf en borið hefur á því um árabil að starfsheitin kynfræðingur og kynlífsráðgjafi hafi verið notuð í tengslum við kynlífsumfjöllun án þess að viðkomandi hafi hlotið tilskilda menntun. Við teljum það ámælisvert. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar hefur slík titlaskreyting gerst ítrekað.Kæruleysi Við teljum að slíkt kæruleysi slái ryki í augu almennings sem þarf að vera upplýstur um að sérfræðiþekkingar sé þörf í sambandi við störf við kynfræðslu eða lausnir á kynlífsvanda. Það er ekki nóg að hafa skrifað pistla um kynlíf í fjölmiðlum til að nota starfsheitin kynfræðingur eða kynlífsráðgjafi. Ekki frekar en að til dæmis matarblogg geri bloggara að næringarfræðingi. Kynfræðifélag Íslands (Kynís) á aðild að samtökum norrænna kynfræðifélaga (Nordic Association for Clinical Sexology – NACS) en samtökin hafa útbúið samnorræna staðla eða kröfur um menntun innan kynfræða. Lágmarkskrafa er að þeir sem vinna kynfræðistörf afli sér viðeigandi menntunar í fræðunum hvort sem um er að ræða kynfræðistörf við kynfræðslu eða störf á klínískum vettvangi. Árið 2003, að frumkvæði þáverandi stjórnar Kynfræðifélags Íslands, hófst vinna við undirbúning að kynfræðinámi á háskólastigi. Þrjár deildir innan Háskóla Íslands tóku að lokum kynfræðinám upp á sína arma og bjóða upp á þverfræðilegt 30 ECTS diplómanám (þrjú sjálfstæð námskeið) í kynfræði á meistarastigi við Háskóla Íslands. Áðurnefnt diplómanám veitir ekki titil eða eða réttindi innan kynfræða en veitir aðgang að frekara námi svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi Bandaríkjunum og Ástralíu. Eftir heildstætt framhaldsnám innan kynfræða er síðan hægt að sérhæfa sig í kynfræðslu eða í klínískri kynfræði og fá réttindi sem kynfræðari, kynlífsráðgjafi eða sérfræðingur í klínískri kynfræði. Stjórn Kynfræðifélags Íslands hefur umsjón með veitingu réttinda innan kynfræða hér á landi, samkvæmt gildandi reglum samtaka norrænna kynfræðifélaga.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun