Grunnþjónusta í stað gæluverkefna Kjartan Magnússon skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkir í ýmsum málaflokkum Reykjavíkurborgar undir stjórn Besta flokksins og Samfylkingarinnar, t.d. í skólamálum, samgöngumálum og málefnum eldri borgara. Tími er kominn til að forgangsraða í þágu grunnþjónustu við borgarbúa í stað gæluverkefna meirihlutans. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík að enn líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað. Mikilvægt er að öll hverfi fái að njóta sín í stað þess að ofuráhersla sé lögð á eitt póstnúmer. Eitt fyrsta verkefni Samfylkingar og Besta flokksins var að hækka útsvar á Reykvíkinga í lögbundið hámark. Afnema þarf þessar hækkanir og auka þar með ráðstöfunartekjur borgarbúa að nýju. Efla þarf skólastarf í borginni og sérstaklega grunnskólamenntun eftir þá stöðnun og forystuleysi, sem ríkt hefur í málaflokknum undir núverandi meirihluta. Óviðunandi er að eftir tveggja vetra lestrarnám geti 37% nemenda ekki lesið sér til gagns. Leggja þarf áherslu á hagnýtingu samræmdra mælinga til að bæta skólastarf og auka möguleika foreldra á að fylgjast með námsárangri barna sinna og frammistöðu skóla almennt. Ábyrgðarlaust er að flæma flugvallarstarfsemi úr Vatnsmýri þegar allsendis er óljóst hvort og þá hvernig hagsmunir sjúkraflugs og innanlandsflugs verða tryggðir. Styrkja þarf ólíka samgöngukosti í borginni og forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis eftir því sem kostur er. Hnekkja þarf aðgerðaleysisstefnu núverandi meirihluta í vegagerð og semja við ríkið um framkvæmdir. Mislægar umferðarlausnir á ákveðnum stöðum eru fljótar að borga sig upp þar sem þær fækka slysum stórlega, minnka mengun og greiða fyrir umferð. Tryggja þarf lóðir undir þjónustuíbúðir eldri borgara, fjölga hjúkrunarrýmum og stofna öldungaráð í Reykjavík, sem verði borgarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara. Til að tryggja gagnsæi verði listi yfir kostnaðargreiðslur borgarinnar birtar á netinu. Stærstu framfaramál Reykvíkinga eiga það sameiginlegt að hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum. Ég óska eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, sem fram fer í dag. Er það von mín að sem flestir taki þátt í prófkjörinu og leggi þannig góðan grunn að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun