Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson og Vilhjálmur Árnason skrifa 13. júlí 2025 16:01 Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun