Danska leiðin hvað? Ólafur Loftsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Það er ánægjulegt að sjá að sveitarstjórnarmenn eins og aðrir sjá nauðsyn þess að lagfæra laun grunnskólakennara þannig að þau verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga. Það er ekki nokkur vafi á því að slík lagfæring er löngu tímabær og yrði mjög jákvæð innspýting í allt skólaumhverfið. En hvernig á að fjármagna leiðréttingu launa? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfsstæðismanna í Reykjavík, neitar að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að leiðrétting launa muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Þess í stað reynir hann nú að sannfæra landsmenn um að nægt fjármagn sé fyrir í skólakerfinu og til að hækka laun þurfi aðeins að gera á því „lítilsháttar“ skipulagsbreytingar. Ég heyri því æ oftar fleygt meðal sveitarstjórnarmanna að við verðum að fara dönsku leiðina. Hvað þýðir það? Hvað gerðist í Danmörku? Í kjölfar samningaviðræðna danskra kennara og sveitarfélaga voru kennarar settir í verkbann og þeir beittir áður óþekktu óréttlæti þegar þeir voru sviptir samningsrétti. Sett voru á lög kennara. Sú lagasetning hefur verið kærð til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar enda frændum okkar Dönum til háborinnar skammar. Meginefni laganna er að sveitarstjórnarstiginu eru færð full yfirráð yfir allri vinnu kennara og eru í dag engar skilgreiningar til með hvaða hætti vinnuframlag þeirra skuli vera. Á fundi okkar með danska kennarasambandinu í október síðastliðnum kom fram að þeir hefðu ekki hugmynd um með hvaða hætti skólastarf yrði frá ágúst 2014 þegar lögin taka gildi. Ekki hugmynd. Er þetta það sem við viljum?Ábyrgðin yfir á kennnara Ef ég þekki sveitarstjórnarmenn rétt munu þeir nú margir í aðdraganda kosninga mæra skólakerfið og taka undir eðlilegar óskir kennara um að laun þeirra verði leiðrétt. Þegar allt er yfirstaðið mun engin leiðrétting eiga sér stað frekar en fyrri daginn. Og í staðinn fyrir að sveitarstjórnarmenn taki á því ábyrgð munu þeir velta ábyrgðinni yfir á kennara. Segja að vegna þess að þeir neituðu að fara blindandi einhverja danska leið og samþykkja að fjármagna launahækkanir að mestu með því að vinna meira beri þeir sjálfir ábyrgð á sínum bágu kjörum. Sveitarstjórnarmenn, hvernig væri nú að forgangsraða í þágu menntunar og treysta vel menntuðu fagfólki fyrir störfum sínum? Það að fækka kennurum eða láta þá vinna meira er ekki að lagfæra laun. Í könnun sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu ekki fyrir löngu kom fram að kennarar vinna í dag of mikið og verkefni grunnskólanna eru of mörg. Ef eitthvað er þurfa kennarar meiri tíma til að sinna einstökum nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra. Það er rétt hjá borgarfulltrúanum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, að það mun ekki bara valda úlfúð meðal kennara að láta þá fjármagna eigin launahækkanir með færri kennurum, heldur væri það algert glapræði faglega, miðað við þau verkefni sem grunnskólinn á að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að sveitarstjórnarmenn eins og aðrir sjá nauðsyn þess að lagfæra laun grunnskólakennara þannig að þau verði sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga. Það er ekki nokkur vafi á því að slík lagfæring er löngu tímabær og yrði mjög jákvæð innspýting í allt skólaumhverfið. En hvernig á að fjármagna leiðréttingu launa? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfsstæðismanna í Reykjavík, neitar að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að leiðrétting launa muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Þess í stað reynir hann nú að sannfæra landsmenn um að nægt fjármagn sé fyrir í skólakerfinu og til að hækka laun þurfi aðeins að gera á því „lítilsháttar“ skipulagsbreytingar. Ég heyri því æ oftar fleygt meðal sveitarstjórnarmanna að við verðum að fara dönsku leiðina. Hvað þýðir það? Hvað gerðist í Danmörku? Í kjölfar samningaviðræðna danskra kennara og sveitarfélaga voru kennarar settir í verkbann og þeir beittir áður óþekktu óréttlæti þegar þeir voru sviptir samningsrétti. Sett voru á lög kennara. Sú lagasetning hefur verið kærð til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar enda frændum okkar Dönum til háborinnar skammar. Meginefni laganna er að sveitarstjórnarstiginu eru færð full yfirráð yfir allri vinnu kennara og eru í dag engar skilgreiningar til með hvaða hætti vinnuframlag þeirra skuli vera. Á fundi okkar með danska kennarasambandinu í október síðastliðnum kom fram að þeir hefðu ekki hugmynd um með hvaða hætti skólastarf yrði frá ágúst 2014 þegar lögin taka gildi. Ekki hugmynd. Er þetta það sem við viljum?Ábyrgðin yfir á kennnara Ef ég þekki sveitarstjórnarmenn rétt munu þeir nú margir í aðdraganda kosninga mæra skólakerfið og taka undir eðlilegar óskir kennara um að laun þeirra verði leiðrétt. Þegar allt er yfirstaðið mun engin leiðrétting eiga sér stað frekar en fyrri daginn. Og í staðinn fyrir að sveitarstjórnarmenn taki á því ábyrgð munu þeir velta ábyrgðinni yfir á kennara. Segja að vegna þess að þeir neituðu að fara blindandi einhverja danska leið og samþykkja að fjármagna launahækkanir að mestu með því að vinna meira beri þeir sjálfir ábyrgð á sínum bágu kjörum. Sveitarstjórnarmenn, hvernig væri nú að forgangsraða í þágu menntunar og treysta vel menntuðu fagfólki fyrir störfum sínum? Það að fækka kennurum eða láta þá vinna meira er ekki að lagfæra laun. Í könnun sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu ekki fyrir löngu kom fram að kennarar vinna í dag of mikið og verkefni grunnskólanna eru of mörg. Ef eitthvað er þurfa kennarar meiri tíma til að sinna einstökum nemendum til að koma til móts við þarfir þeirra. Það er rétt hjá borgarfulltrúanum Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, að það mun ekki bara valda úlfúð meðal kennara að láta þá fjármagna eigin launahækkanir með færri kennurum, heldur væri það algert glapræði faglega, miðað við þau verkefni sem grunnskólinn á að sinna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun