Tölum saman – vinnum saman! Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Umræðan um kennarastarfið og framhaldsskólana undanfarnar vikur hefur verið niðurdrepandi. Upphrópanir eins og „styttum nám til stúdentsprófs“ bæta ekki sjálfsmynd stéttarinnar og hugmyndir almennings um menntakerfið. Þeir sem hrópa hæst, tala menntakerfið og starf kennaranna niður á meðan þeir ættu einmitt að gera þveröfugt. Alla fræðilega umræðu vantar, engar úttektir á sannri stöðu framhaldsskólanna eru gerðar og samvinnu skortir sárlega. Það er ekki raunhæft að hrópa. Í framhaldsskólum landsins fer fram vinna að stórtækum kerfisbreytingum sem geta m.a. leitt til styttra náms til stúdentsprófs. Kennarar og starfsgreinaráð eru í óðaönn að endurskipuleggja allt nám í takt við ný framhaldsskólalög sem taka eiga gildi árið 2015. Upphrópanirnar skapa ekki vinnufrið, við vitum ekki hvort öll okkar vinna nýtist eða ónýtist þar sem samtal og samvinnu vantar milli okkar og þeirra sem hrópa. – Af hverju þessi hróp þegar vinna að mikilvægum breytingum á sér stað? – Af hverju ræðum við ekki einfaldlega saman? Og finnum málinu farveg sem er nemendum í hag. Þeir eru jú aðalatriðið er það ekki?Velja stúdentspróf Stytting námstíma til stúdentsprófs er af hinu góða ef hún er unnin rétt. Núna er staðan sú, eins og fram kom í máli Gylfa Þorkelssonar í grein sinni „Hlauptu, krakki hlauptu“ á vef Kennarasambands Íslands, að 95% hvers árgangs sem lýkur grunnskóla fara í framhaldsskóla. Þrátt fyrir töluvert framboð iðnnáms og styttri brauta annarra en hefðbundinna stúdentsprófsbrauta í framhaldsskólum virðast flestir 16 ára unglingar sækja mest inn á stúdentsprófsbrautir. Til samanburðar fara um 40% árgangs finnskra ungmenna inn á verknámsbrautir; Finnar þekkja vart brottfall (sjá: Cedefob. 2012. Finland, VET in Europe – Country report). Brottfall er alþekkt vandamál á Íslandi og má vafalítið m.a. rekja til þessa háa hlutfalls nemenda sem sækir á beinar stúdentsbrautir. Margir finna sig ekki í því námi sem þeir völdu, ráða illa við það og gefast upp og hætta eða skipta um nám sem leiðir til lengri skólavistar en þörf er á. Ég fæ ekki séð hvernig bein stytting, eins og rædd hefur verið undanfarið, kæmi núverandi brottfallshópi til góða enda hafa engin haldgóð rök komið fram um að stytting námsins muni minnka brottfall. Brottfall er kostnaðarsöm breyta sem hægt væri að lækka umtalsvert með nýrri hugsun og nýjum leiðum.Markviss samvinna Stefnuleysi og rótleysi nemenda er ein nokkurra orsaka brottfalls. Í framhaldsskólum fer engin markviss starfskynning fram, samvinna framhaldsskóla og atvinnulífs er takmörkuð við iðnbrautir og ungmenni þekkja lítið sem ekkert þau atvinnutækifæri sem þeim bjóðast í framtíðinni. Hér blasir við tækifæri og nú er lag. Atvinnulífið kvartar sáran undan því að framhaldsskólar þjóni illa hagsmunum þeirra og mennti ekki starfskrafta til framtíðar. Samvinna þessara tveggja meginstoða íslensks hagkerfis væri ein leið og kæmi öllum vel. Saman gætum við skipulagt markvisst grunnstarfsnám sem byggðist á því að óráðnir nemendur framhaldsskóla gætu valið að fara í starfskynningaráfanga og einfalda þjálfun í ákveðnum störfum undir ströngu regluverki og nákvæmri markmiðssetningu. Þannig færi nemandinn út á vinnumarkaðinn og öðlaðist dýrmæta reynslu og þekkingu sem hann fær ekki inni í skólanum. Um leið er líklegt að nemandinn gerði sér gleggri mynd af þeirri framtíð sem bíður og kæmi auga á leiðina sem hann vill fara. Hvenær á námstímanum og hvernig kynningin færi fram mætti útfæra síðar en samvinna eins og hér um ræðir kæmi öllum vel. Í beinu framhaldi gætu framhaldsskólar og atvinnulíf skipulagt saman viðeigandi námsbrautir. Samvinna eins og þessi yrði farsæl og mun betri leið til að minnka brottfall, vísa nemendum á greiðfæra braut og stytta um leið núverandi námstíma þeirra sem er of langur. Illa ígrunduð, órannsökuð og vanunnin stytting mun skemma meira en bæta. Tölum frekar saman og vinnum saman – það er öllum í hag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kennarastarfið og framhaldsskólana undanfarnar vikur hefur verið niðurdrepandi. Upphrópanir eins og „styttum nám til stúdentsprófs“ bæta ekki sjálfsmynd stéttarinnar og hugmyndir almennings um menntakerfið. Þeir sem hrópa hæst, tala menntakerfið og starf kennaranna niður á meðan þeir ættu einmitt að gera þveröfugt. Alla fræðilega umræðu vantar, engar úttektir á sannri stöðu framhaldsskólanna eru gerðar og samvinnu skortir sárlega. Það er ekki raunhæft að hrópa. Í framhaldsskólum landsins fer fram vinna að stórtækum kerfisbreytingum sem geta m.a. leitt til styttra náms til stúdentsprófs. Kennarar og starfsgreinaráð eru í óðaönn að endurskipuleggja allt nám í takt við ný framhaldsskólalög sem taka eiga gildi árið 2015. Upphrópanirnar skapa ekki vinnufrið, við vitum ekki hvort öll okkar vinna nýtist eða ónýtist þar sem samtal og samvinnu vantar milli okkar og þeirra sem hrópa. – Af hverju þessi hróp þegar vinna að mikilvægum breytingum á sér stað? – Af hverju ræðum við ekki einfaldlega saman? Og finnum málinu farveg sem er nemendum í hag. Þeir eru jú aðalatriðið er það ekki?Velja stúdentspróf Stytting námstíma til stúdentsprófs er af hinu góða ef hún er unnin rétt. Núna er staðan sú, eins og fram kom í máli Gylfa Þorkelssonar í grein sinni „Hlauptu, krakki hlauptu“ á vef Kennarasambands Íslands, að 95% hvers árgangs sem lýkur grunnskóla fara í framhaldsskóla. Þrátt fyrir töluvert framboð iðnnáms og styttri brauta annarra en hefðbundinna stúdentsprófsbrauta í framhaldsskólum virðast flestir 16 ára unglingar sækja mest inn á stúdentsprófsbrautir. Til samanburðar fara um 40% árgangs finnskra ungmenna inn á verknámsbrautir; Finnar þekkja vart brottfall (sjá: Cedefob. 2012. Finland, VET in Europe – Country report). Brottfall er alþekkt vandamál á Íslandi og má vafalítið m.a. rekja til þessa háa hlutfalls nemenda sem sækir á beinar stúdentsbrautir. Margir finna sig ekki í því námi sem þeir völdu, ráða illa við það og gefast upp og hætta eða skipta um nám sem leiðir til lengri skólavistar en þörf er á. Ég fæ ekki séð hvernig bein stytting, eins og rædd hefur verið undanfarið, kæmi núverandi brottfallshópi til góða enda hafa engin haldgóð rök komið fram um að stytting námsins muni minnka brottfall. Brottfall er kostnaðarsöm breyta sem hægt væri að lækka umtalsvert með nýrri hugsun og nýjum leiðum.Markviss samvinna Stefnuleysi og rótleysi nemenda er ein nokkurra orsaka brottfalls. Í framhaldsskólum fer engin markviss starfskynning fram, samvinna framhaldsskóla og atvinnulífs er takmörkuð við iðnbrautir og ungmenni þekkja lítið sem ekkert þau atvinnutækifæri sem þeim bjóðast í framtíðinni. Hér blasir við tækifæri og nú er lag. Atvinnulífið kvartar sáran undan því að framhaldsskólar þjóni illa hagsmunum þeirra og mennti ekki starfskrafta til framtíðar. Samvinna þessara tveggja meginstoða íslensks hagkerfis væri ein leið og kæmi öllum vel. Saman gætum við skipulagt markvisst grunnstarfsnám sem byggðist á því að óráðnir nemendur framhaldsskóla gætu valið að fara í starfskynningaráfanga og einfalda þjálfun í ákveðnum störfum undir ströngu regluverki og nákvæmri markmiðssetningu. Þannig færi nemandinn út á vinnumarkaðinn og öðlaðist dýrmæta reynslu og þekkingu sem hann fær ekki inni í skólanum. Um leið er líklegt að nemandinn gerði sér gleggri mynd af þeirri framtíð sem bíður og kæmi auga á leiðina sem hann vill fara. Hvenær á námstímanum og hvernig kynningin færi fram mætti útfæra síðar en samvinna eins og hér um ræðir kæmi öllum vel. Í beinu framhaldi gætu framhaldsskólar og atvinnulíf skipulagt saman viðeigandi námsbrautir. Samvinna eins og þessi yrði farsæl og mun betri leið til að minnka brottfall, vísa nemendum á greiðfæra braut og stytta um leið núverandi námstíma þeirra sem er of langur. Illa ígrunduð, órannsökuð og vanunnin stytting mun skemma meira en bæta. Tölum frekar saman og vinnum saman – það er öllum í hag!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun