Þrjú ár frá breytingum María Rúnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Fagdeild félagsráðgjafa, sem vinna að málefnum fatlaðs fólks, hefur verið hugleikið hver staðan er í þjónustu við fatlað fólk nú þegar hartnær þrjú ár eru liðin frá tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Til að fá yfirsýn yfir stöðuna sendi fagdeildin félagsmálastjórum fyrirspurn um hvað brynni helst á í sveitarfélögunum. Í svörum margra kemur fram að nærþjónustan sé meiri eftir að þjónustan fluttist til sveitarfélaganna sem hafi betri sýn á þarfir einstaklingsins, boðleiðir séu styttri, aðgengi að þjónustunni sé betra og þarfir fatlaðs fólks sýnilegri. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og réttindagæslumenn hafa þó bent á að í Reykjavík séu boðleiðir of langar og sveigjanleiki í þjónustunni lítill. Breytingar á lagalegu umhverfi samhliða tilfærslu þjónustunnar og það hve flókið er að samþætta þjónustu við fatlað fólk annarri félagslegri þjónustu var ærið verkefni fyrir stærri sveitarfélögin. Í undirbúningi tilfærslunnar var gert að skilyrði að sveitarfélög með færri en 8.000 íbúa mynduðu sameiginleg þjónustusvæði. Þetta hefur sums staðar leitt til þess að það er óskýrt hver á að eiga frumkvæði að frekari uppbyggingu þjónustu þegar umsækjendur koma hver frá sínu sveitarfélaginu. Þá er ljóst að óvissan um framtíð atvinnumála fatlaðs fólks, það er hvort þau flytjist til sveitarfélaganna eða verði áfram á hendi ríkisins, hefur staðið þróun þjónustunnar fyrir þrifum og er það áhyggjuefni.Breytt hugmyndafræði Hugmyndafræði í þjónustu við fatlað fólk hefur verið að breytast á undanförnum árum. Áhersla er nú lögð á samfélagslega þátttöku einstaklingsins og sjálfstæða búsetu með stuðningi. Biðlisti Brynju hússjóðs gefur glöggt til kynna hvernig staðan er á höfuðborgarsvæðinu en þar bíða nú um 270 einstaklingar eftir leiguhúsnæði og er eftirspurnin mest eftir litlum íbúðum. Það er mismunandi eftir þjónustusvæðum hvar skórinn kreppir en sveitarfélögin nefndu mörg að brýnt væri að huga að uppbyggingu búsetuúrræða og hafa sum hver þegar hafið þá vegferð og sett sér áætlanir þar um. Það má ljóst vera að sveitarfélögin eiga ærin verkefni fyrir höndum eigi að takast að eyða biðlistum eftir húsnæði og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsráðgjöfum hefur verið tíðrætt um þá ólíku menningu sem ríkir í félagsþjónustu og í þjónustu við fatlað fólk. Fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks vill beina því til þjónustuveitenda að hafa hugfast að umönnunarhyggja getur hindrað sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og því er mikilvægt að vera stöðugt á verði svo þjónustan geti verið einstaklingsmiðuð og í anda Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stjórn fagdeildarinnar vill einnig hvetja stjórnvöld til þess að leggja kapp á að halda áfram þróun atvinnumála fyrir fatlað fólk því vinna er lykilatriði í samfélagslegri þátttöku fólks, líka þess sem býr við fötlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fagdeild félagsráðgjafa, sem vinna að málefnum fatlaðs fólks, hefur verið hugleikið hver staðan er í þjónustu við fatlað fólk nú þegar hartnær þrjú ár eru liðin frá tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Til að fá yfirsýn yfir stöðuna sendi fagdeildin félagsmálastjórum fyrirspurn um hvað brynni helst á í sveitarfélögunum. Í svörum margra kemur fram að nærþjónustan sé meiri eftir að þjónustan fluttist til sveitarfélaganna sem hafi betri sýn á þarfir einstaklingsins, boðleiðir séu styttri, aðgengi að þjónustunni sé betra og þarfir fatlaðs fólks sýnilegri. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og réttindagæslumenn hafa þó bent á að í Reykjavík séu boðleiðir of langar og sveigjanleiki í þjónustunni lítill. Breytingar á lagalegu umhverfi samhliða tilfærslu þjónustunnar og það hve flókið er að samþætta þjónustu við fatlað fólk annarri félagslegri þjónustu var ærið verkefni fyrir stærri sveitarfélögin. Í undirbúningi tilfærslunnar var gert að skilyrði að sveitarfélög með færri en 8.000 íbúa mynduðu sameiginleg þjónustusvæði. Þetta hefur sums staðar leitt til þess að það er óskýrt hver á að eiga frumkvæði að frekari uppbyggingu þjónustu þegar umsækjendur koma hver frá sínu sveitarfélaginu. Þá er ljóst að óvissan um framtíð atvinnumála fatlaðs fólks, það er hvort þau flytjist til sveitarfélaganna eða verði áfram á hendi ríkisins, hefur staðið þróun þjónustunnar fyrir þrifum og er það áhyggjuefni.Breytt hugmyndafræði Hugmyndafræði í þjónustu við fatlað fólk hefur verið að breytast á undanförnum árum. Áhersla er nú lögð á samfélagslega þátttöku einstaklingsins og sjálfstæða búsetu með stuðningi. Biðlisti Brynju hússjóðs gefur glöggt til kynna hvernig staðan er á höfuðborgarsvæðinu en þar bíða nú um 270 einstaklingar eftir leiguhúsnæði og er eftirspurnin mest eftir litlum íbúðum. Það er mismunandi eftir þjónustusvæðum hvar skórinn kreppir en sveitarfélögin nefndu mörg að brýnt væri að huga að uppbyggingu búsetuúrræða og hafa sum hver þegar hafið þá vegferð og sett sér áætlanir þar um. Það má ljóst vera að sveitarfélögin eiga ærin verkefni fyrir höndum eigi að takast að eyða biðlistum eftir húsnæði og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsráðgjöfum hefur verið tíðrætt um þá ólíku menningu sem ríkir í félagsþjónustu og í þjónustu við fatlað fólk. Fagdeild félagsráðgjafa sem vinna að málefnum fatlaðs fólks vill beina því til þjónustuveitenda að hafa hugfast að umönnunarhyggja getur hindrað sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og því er mikilvægt að vera stöðugt á verði svo þjónustan geti verið einstaklingsmiðuð og í anda Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Stjórn fagdeildarinnar vill einnig hvetja stjórnvöld til þess að leggja kapp á að halda áfram þróun atvinnumála fyrir fatlað fólk því vinna er lykilatriði í samfélagslegri þátttöku fólks, líka þess sem býr við fötlun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun