Íslenskt, já takk! Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 00:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóðfána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðssetningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi.Hvað er íslenskur uppruni? Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan varan sem þeir kaupa kemur; hvort sem það er mat- eða hönnunarvara. Mér finnst ekki rétt að selja fólki vörur í þeirri trú að varan sé íslensk, en þegar betur er að gáð þá er hráefnið erlent, framleiðslan fer fram erlendis en umbúðirnar eru á íslensku og vörumerkið íslenskt. En þegar rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að varan er erlend að uppruna. Ég tek dæmi um kjötvörur sem eru stundum markaðssettar með þessum hætti. Svona vinnubrögð eru til þess fallin að blekkja neytendur. Annað dæmi er lopapeysuframleiðsla en lopapeysur eru mjög vinsæl vara hjá erlendum ferðamönnum og þeir telja sig vera að kaupa séríslenska vöru, merkta „Made in Iceland“. En það hefur gerst að lopinn, sem notaður er í peysurnar, er erlendur, framleiðslan fer fram erlendis og því ekkert íslenskt nema vörumerkið. Er þetta þá íslensk vara?Hönnun og hefðir Matar- og menningarferðamennska nýtur vaxandi vinsælda og því væri það ekki síður gagnlegt fyrir erlenda ferðamenn, sem áhuga hafa á innlendri matargerð og matarminjagripum, sem og íslenska neytendur, að vörur af íslenskum uppruna séu merktar með íslenska fánanum. Þær myndu klárlega vekja meiri athygli og um leið tryggja ákveðin gæði. Flækjustigið sem ég rak mig á við endurskoðun þessa frumvarps var skilgreiningin varðandi hönnunarvörur og hið sama gildir um hefðbundnar íslenskar matvörur, sem þó eru úr erlendu hráefni. Þannig að lausnin er að hönnunarvara sé hönnuð og framleidd hér á landi þó að hráefnið sé erlent, t.d. húsgögn og fatnaður. Hið sama gildir um vörur framleiddar skv. íslenskri hefð, eins og t.d. Nóakonfekt, kleinur og slíkt, en þær yrðu einnig skilgreindar sem vörur af íslenskum uppruna. Rétt er að geta þess að grundvöllur þessara skilgreininga og lagabreytingar er að fánanum sé ekki óvirðing gerð. Nú er þetta mál til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verður vonandi afgreitt á Alþingi síðar í vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fjallar um að rýmka lög um notkun á þjóðfána Íslands. Ef slík lög verða samþykkt heimila þau notkun fánans við markaðssetningu á íslenskum vörum. Hugmyndin er að vörur, sem eru íslenskar að uppruna, verði þá vel merktar með íslenska fánanum. Þetta mál hefur lengi verið til umfjöllunar og farið fyrir nokkur þing á ýmsu formi.Hvað er íslenskur uppruni? Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan varan sem þeir kaupa kemur; hvort sem það er mat- eða hönnunarvara. Mér finnst ekki rétt að selja fólki vörur í þeirri trú að varan sé íslensk, en þegar betur er að gáð þá er hráefnið erlent, framleiðslan fer fram erlendis en umbúðirnar eru á íslensku og vörumerkið íslenskt. En þegar rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að varan er erlend að uppruna. Ég tek dæmi um kjötvörur sem eru stundum markaðssettar með þessum hætti. Svona vinnubrögð eru til þess fallin að blekkja neytendur. Annað dæmi er lopapeysuframleiðsla en lopapeysur eru mjög vinsæl vara hjá erlendum ferðamönnum og þeir telja sig vera að kaupa séríslenska vöru, merkta „Made in Iceland“. En það hefur gerst að lopinn, sem notaður er í peysurnar, er erlendur, framleiðslan fer fram erlendis og því ekkert íslenskt nema vörumerkið. Er þetta þá íslensk vara?Hönnun og hefðir Matar- og menningarferðamennska nýtur vaxandi vinsælda og því væri það ekki síður gagnlegt fyrir erlenda ferðamenn, sem áhuga hafa á innlendri matargerð og matarminjagripum, sem og íslenska neytendur, að vörur af íslenskum uppruna séu merktar með íslenska fánanum. Þær myndu klárlega vekja meiri athygli og um leið tryggja ákveðin gæði. Flækjustigið sem ég rak mig á við endurskoðun þessa frumvarps var skilgreiningin varðandi hönnunarvörur og hið sama gildir um hefðbundnar íslenskar matvörur, sem þó eru úr erlendu hráefni. Þannig að lausnin er að hönnunarvara sé hönnuð og framleidd hér á landi þó að hráefnið sé erlent, t.d. húsgögn og fatnaður. Hið sama gildir um vörur framleiddar skv. íslenskri hefð, eins og t.d. Nóakonfekt, kleinur og slíkt, en þær yrðu einnig skilgreindar sem vörur af íslenskum uppruna. Rétt er að geta þess að grundvöllur þessara skilgreininga og lagabreytingar er að fánanum sé ekki óvirðing gerð. Nú er þetta mál til umfjöllunar hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verður vonandi afgreitt á Alþingi síðar í vetur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun