Fleiri fréttir

Gaf konunni hús í brúðargjöf

Playboy-kóngurinn Hugh Hefner sparar ekki þegar kemur að því að finna hina fullkomnu gjöf handa eiginkonu sinni, Crystal Harris en þau gengu í það heilaga á seinasta degi síðasta árs.

Barnastjarna reykir sextíu sígarettur á dag

Barnastjarnan Macaulay Culkin var nær dauða en lífi í fyrra er hann barðist við alvarlega heróínfíkn. Nú hafa hans nánustu áhyggjur af honum því hann reykir þrjá pakka á dag.

Liðið er sjúkt í hárið á Eyþóri

Samskiptasíðan Twitter bókstaflega logar yfir hárinu á okkar manni, Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, sem komst með glæsibrag upp úr seinni undanriðlinum í Malmö í Svíþjóð í gær með lagið Ég á líf. Hér fyrir neðan má sjá brotabrot af umræðunni um hárfagra keppandann okkar.

Heiðra Michael Jackson í Hörpu

Í september verður sett á svið sýning í Hörpu til heiðurs Michael Jackson undir nafninu the M.J. Experience. Öllu verður til flaggað til að gera viðburðinn sem glæsilegastan, en opnar prufur verða haldnar fyrir dansara og annað hæfileikafólk næstu helgi. Hluti af ágóða sýningarinnar mun renna til krabbameinssjúkra barna.

Vegur aðeins fimmtíu kíló

Vinir og ættingjar leikkonunnar Katie Holmes hafa miklar áhyggjur af henni þar sem hún hefur grennst talsvert uppá síðkastið.

Vavavavúmm! Þvílík bomba!

Söngkonan Christina Aguilera lítur stórkostlega út á setti tónlistarmyndbandsins við lagið Hoy Tengo Ganas de Ti með Alejandro Fernandez.

Unnusta Eyþórs stressuð og spennt

„Stressuð en mjög spennt samt. Rosa spennt," segir Soffía Ósk Guðmundsdóttir unnusta Eyþórs Inga Gunnlaugssonar sem stendur þétt við bakið á Eyþóri sem komst áfram í gær úr undankeppninni. Davíð Lúther Sigurðarson,okkar maður í Malmö ræddi við Soffíu.

36 kílóum léttari

Leikkonan Mo'Nique er búin að gjörbreyta lífsstíl sínum og er byrjuð að æfa á hverjum degi. Þetta hefur svo sannarlega borgað sig og lítur hún stórkostlega út.

Spennt fyrir fjölda atriða á Listahátíð

„Mig langar rosalega að kíkja á Listahátíð í Reykjavík um helgina en þar sem ég er með veikt barn er ég ekki alveg örugg um að ég nái að fara. Ég held þó í vonina að hann hressist í tæka tíð eða ég finni einhvern vænlegan til að sitja yfir honum á meðan ég kíki á þá viðburði sem mig langar mest á,“ segir leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Til minningar um Hanneman

Bandaríska þungarokkhljómsveitin Slayer hefur tilkynnt að athöfn verði haldin í Hollywood í næstu viku til minningar um gítarleikarann Jeff Hanneman. Hann lést fyrir tveimur vikum úr lifrarbilun eftir að hafa verið bitinn af könguló. Hinn 49 ára Hanneman, sem samdi lög Slayer á borð við Raining Blood og Angel of Death, var bitinn árið 2011 og hafði glímt við erfið veikindi síðan þá. Athöfnin verður á tónleikastaðnum Hollywood Palladium og á að standa yfir í fjórar klukkustundir.

Reykir þrjá pakka á dag

Fyrrverandi barnastjarnan Macaulay Culkin, sem nú er 32 ára, reykir þrjá pakka af sígarettum á dag og vinir og velunnarar óttast um heilsu hans, ef marka má breska dagblaðið National Enquirer.

"Alveg gríðarlega stolt af honum"

"Jú alveg gríðarlega stolt af honum. Hann er alveg stórkostlegur persónuleiki," sagði Guðbjörg Stefánsdóttir mamma Eyþórs Inga rétt fyrir undankeppnina í Malmö í kvöld.

Það allra heitasta í hári

Meðfylgjandi myndir voru teknar síðustu helgi á Hársýningu TIGI í Austurbæjarbíói. Eins og sjá má var myndað baksviðs og í salnum þar sem það allra heitasta í hárlitun, klippingum og hárgreiðslum utan úr heimi var sýnt og það með látum. Hárstjarnan Anthony Mascolo sem er einn Mascolo bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy á sínum tíma sýndi listir sínar ásamt fríðu föruneyti.

Eurovisionstemning hjá Hreimsborgurum á Bylgunni

Þátturinn Hreimsborgarar hefur göngu sína á Bylgjunni á laugardaginn kemur. Þátturinn er á dagskrá alla laugardagsmorgna frá klukkan 9 til 12 í allt sumar. Stjórnandi þáttarins er Hreimur Heimisson söngvari og lagasmiður og með honum í þættinum verða Magni Ásgeirsson söngvari, Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona. Þátturinn snýst ekki bara um tónlist heldur er stefnt að léttum og skemmtilegum þætti sem fjallar um allt milli himins og jarðar og kemur allri fjölskyldunni af stað inn í frábæran laugardag, í sönnum Bylgju-anda. „Í fyrsta þættinum verðum við í Eurovision stuði, skellum við okkur í Pop Quiz með Friðriki Ómari, fáum Geira Sæm til að taka Eurovisison lag að eigin vali með sínum hætti. Auk þess förum í kvikmyndagetraun og fjölmargt fleira“ segir Hreimur um dagskrá þáttarins. Í fyrsta þættinum verða þau öll saman í hljóðveri en framvegis munu Magni, Vignir og Erna Hrönn skiptast á að vera með Hreimi í þættinum. „Við erum að fylla í stórt skarð og ætlum svo sannarlega að gera okkar besta til skemmta hlustendum Bylgjunnar á okkar hátt og hlökkum mikið til. Vonandi taka hlustendur okkur vel og halda áfram að hlusta á Bylgjuna á laugardagsmorgnum í sumar“ segir Hreimur. Hægt er að hlusta á Hreimsborgara í öllum útvarpstækjum með FM móttakara um allt land, í útvarpsspilara á www.bylgjan.is, í gegn um myndlykla Vodafone og Símans og í nýja Útvappinu. Útvappið er app sem finna má með leitarorðinu Bylgjan í App store fyrir iPhone og Google play fyrir Android síma. Appið er ókeypis og er þegar komið í 23 þúsund síma. Smelltu á linkinn hér að ofan og sjáðu Eurovisionstemmara hjá Hreimi og Ívari Guðmunds á Bylgjunni.

Þrenn pör af nýjum skóm fyrir sumarið

Stefán Svan Aðalheiðarson, tískuspekúlant og fagurkeri, segir í nýútkominni tískuhandbók Nýs Lífs að þrenn ný skópör séu nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið. "Þú þarft þrenn pör af nýjum skóm. Töff strigaskó með þykkum botni, támjóa hælaskó með lágum eða háum hælum og lága leðurskó með herrasniði.“ Í handbókinni er farið vel ofan í saumana á straumum og stefnum tískunnar í sumar.

Segir þjóð sína kjósa Eyþór

Skrautlega sönkonan Krista frá Finnlandi er handviss um að þjóðin hennar kjósi framlag Íslands af því að Finnar elska ballöður. Ef skrollað er niður fyrir viðtalið sem okkar maður í Malmö, Davíð Lúther Sigurðarson, tók við Kristu má sjá hana á æfingunni í gær.

Vill búa til brúðumyndbönd

"Mig langar að hvetja hljómsveitir til að taka upp myndbönd á Íslandi og gera öðruvísi hluti í þeim, til dæmis með því að nota brúður."

Aðskildar við fæðingu

Leikkonurnar Emmy Rossum og Krysten Ritter eru fáránlega líkar – sérstaklega þegar þær velja sér eins föt.

Hvar er dressið hennar Selmu eiginlega?

"Ég auglýsi hér með eftir því," svarar Selma Björnsdóttir Euorvisionfari spurð um dressið í viðtali hjá útvarpsmanninum Ívari Guðmunds á Bylgjunni.

Britney vill annað barn

Poppprinsessan Britney Spears er nýbyrjuð með kærasta sínum David Lucado en er strax farin að huga að barneignum.

Til í að gifta sig í fjórða sinn

Söngkonan Jennifer Lopez hefur gengið í það heilaga þrisvar sinnum og útilokar ekki að hún geri það í fjórða sinn með kærasta sínum Casper Smart.

Kaupir hús í stjörnuhverfi

Leikkonan Jennifer Love Hewitt er búin að festa kaup á glæsihýsi í Pacific Palisades-hverfinu í Kaliforníu.

Við erum örugglega að fara að fljúga í gegn

"Við erum örugglega að fara að fljúga í gegn," segir Heiður Maríudóttir blaðamaður og forfallinn Eurovision aðdáandi en hún er stödd í Malmö. Heiður lýsir andrúmsloftinu í Eurovision af þvílíkri einlægni á videoblogginu sínu.

Gatsby snýr aftur

The Great Gatsby segir frá Nick Carraway, fyrrverandi hermanni sem búsettur er á Long Island. Þegar hann kynnist efnuðum og dularfullum nágranna sínum, Jay Gatsby, flækist hann inn í heim þar sem ekkert er sem sýnist. Sagan gerist í skáldaða bænum West Egg á Long Island sumarið 1922.

Heilmyndir af Eazy-E og ODB troða upp

Rappararnir sálugu Eazy-E og Ol‘ Dirty Bastard (ODB) munu troða upp sem endurskapaðar heilmyndir á hinni árlegu Rock The Bells-hipphopphátíð í Kaliforníu í haust. Eazy-E lést árið 1995 og Ol‘ Dirty Bastard árið 2004. Samkvæmt skipuleggjendum hátíðarinnar mun heilmynd Ol‘ Dirty Bastard koma fram ásamt eftirlifandi meðlimum hljómsveitar sinnar Wu Tang Clan, en heilmynd Eazy-E troða upp með sveitinni Bone Thugs-n-Harmony. Heilmynd af rapparanum Tupac Shakur, sem var skotinn til bana árið 1996, vakti mikla lukku á Coachella-tónleikahátíðinni í Kaliforníu á síðasta ári.

Snúa til baka eftir tíu ár

Félagarnir í Thule auglýsingunum slógu rækilega í gegn á sínum tíma og voru í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Enda var stundum eins og sjónvarpið breyttist í spegil þegar hinir eitursnjöllu og stoltu Íslendingar birtust á skjánum.

Sjá næstu 50 fréttir