Lífið

Svarar fordómum með skætingi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Takei er 76 ára og verður fyndnari með hverju árinu.
Takei er 76 ára og verður fyndnari með hverju árinu.

Internetstjarnan og gamla Star Trek-kempan George Takei er þekktur fyrir skopskyn sitt, en ekki síður fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu samkynhneigðra.

Á dögunum voru haldin mótmæli í Washington gegn lögleiðingu giftinga samkynja para, og lét fjöldi ungmenna mynda sig með skrifblokk sem hvert og eitt hafði skrifað slagorð á gegn málstaðnum.

Takei, sem sjálfur er samkynhneigður, tók sig til og svaraði nokkrum mótmælendanna með sínum eigin skrifblokkarskilaboðum, sem hann birti svo á netinu.

Skilaboðin má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.