Gatsby snýr aftur Sara McMahon skrifar 16. maí 2013 15:00 Kvikmyndin The Great Gatsby er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er byggð á skáldsögu F. Scott Fitzgerald. The Great Gatsby segir frá Nick Carraway, fyrrverandi hermanni sem búsettur er á Long Island. Þegar hann kynnist efnuðum og dularfullum nágranna sínum, Jay Gatsby, flækist hann inn í heim þar sem ekkert er sem sýnist. Sagan gerist í skáldaða bænum West Egg á Long Island sumarið 1922. Nick Carraway flytur í bæinn að stríði loknu og umgengst frænku sína, Daisy Buchanan, og eiginmann hennar Tom. Í gegnum þau kynnist hann Jordan Baker, efnilegum golfara, og hefja þau ástarsamband. Vinirnir sækja veislur sem hinn dularfulli nágranni Carraways, Jay Gatsby, heldur á heimili sínu. Fáir vita nokkur deili á veisluhaldaranum en í gegnum Baker kemst Carraway að því að Gatsby og Daisy voru eitt sinn ástfangin og með veislunum vill Gatsby reyna að vinna aftur ástir Daisy. Leonardo DiCaprio fer með hlutverk hins dularfulla Jays Gatsby, Tobey Maguire leikur Nick Carraway og Carey Mulligan fer með hlutverk Daisy Buchanan. Með önnur hlutverk fara Joel Edgerton, Elizabeth Debicki og Isla Fisher sem fer með hlutverk Myrtle Wilson, ástkonu Toms Buchanan. Leikstjóri myndarinnar er hinn ástralski Mark Anthony „Baz“ Luhrmann, en hann er leikstjóri mynda á borð við Romeo + Juliet, Moulin Rouge og Australia. Kvikmyndin Romeo + Juliet frá árinu 1996 skartaði Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverkum og vann BAFTA-verðlaunin það ár í flokknum besta leikstjórn, en stórmyndin Titanic var tilnefnd í sama flokki. The Great Gatsby fær 7,5 í einkunn á vefsíðunni Imdb.com og 50 prósent frá kvikmyndarýnum á Rottentomatoes.com. Áhorfendur eru þó töluvert jákvæðari í garð myndarinnar og gefa henni 84 prósent á Rottentomatoes.com.- Tengdar fréttir Taldi sig vera misheppnaðan höfund Hinn mikli Gatsby er gjarnan talið öndvegisverk rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Verkið kom út árið 1925 og þykir áhrifamikil lýsing á velmegunartímanum fyrir kreppuna miklu og tekst á við spillingu og hnignun þess tíma, ofgnótt og ídealisma. Í dag er Hinn mikli Gatsby talið til helstu meistaraverka heimsbókmenntanna en bókin fékk heldur dræmar móttökur þegar hún kom fyrst út. 16. maí 2013 12:00 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
The Great Gatsby segir frá Nick Carraway, fyrrverandi hermanni sem búsettur er á Long Island. Þegar hann kynnist efnuðum og dularfullum nágranna sínum, Jay Gatsby, flækist hann inn í heim þar sem ekkert er sem sýnist. Sagan gerist í skáldaða bænum West Egg á Long Island sumarið 1922. Nick Carraway flytur í bæinn að stríði loknu og umgengst frænku sína, Daisy Buchanan, og eiginmann hennar Tom. Í gegnum þau kynnist hann Jordan Baker, efnilegum golfara, og hefja þau ástarsamband. Vinirnir sækja veislur sem hinn dularfulli nágranni Carraways, Jay Gatsby, heldur á heimili sínu. Fáir vita nokkur deili á veisluhaldaranum en í gegnum Baker kemst Carraway að því að Gatsby og Daisy voru eitt sinn ástfangin og með veislunum vill Gatsby reyna að vinna aftur ástir Daisy. Leonardo DiCaprio fer með hlutverk hins dularfulla Jays Gatsby, Tobey Maguire leikur Nick Carraway og Carey Mulligan fer með hlutverk Daisy Buchanan. Með önnur hlutverk fara Joel Edgerton, Elizabeth Debicki og Isla Fisher sem fer með hlutverk Myrtle Wilson, ástkonu Toms Buchanan. Leikstjóri myndarinnar er hinn ástralski Mark Anthony „Baz“ Luhrmann, en hann er leikstjóri mynda á borð við Romeo + Juliet, Moulin Rouge og Australia. Kvikmyndin Romeo + Juliet frá árinu 1996 skartaði Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverkum og vann BAFTA-verðlaunin það ár í flokknum besta leikstjórn, en stórmyndin Titanic var tilnefnd í sama flokki. The Great Gatsby fær 7,5 í einkunn á vefsíðunni Imdb.com og 50 prósent frá kvikmyndarýnum á Rottentomatoes.com. Áhorfendur eru þó töluvert jákvæðari í garð myndarinnar og gefa henni 84 prósent á Rottentomatoes.com.-
Tengdar fréttir Taldi sig vera misheppnaðan höfund Hinn mikli Gatsby er gjarnan talið öndvegisverk rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Verkið kom út árið 1925 og þykir áhrifamikil lýsing á velmegunartímanum fyrir kreppuna miklu og tekst á við spillingu og hnignun þess tíma, ofgnótt og ídealisma. Í dag er Hinn mikli Gatsby talið til helstu meistaraverka heimsbókmenntanna en bókin fékk heldur dræmar móttökur þegar hún kom fyrst út. 16. maí 2013 12:00 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Taldi sig vera misheppnaðan höfund Hinn mikli Gatsby er gjarnan talið öndvegisverk rithöfundarins F. Scott Fitzgerald. Verkið kom út árið 1925 og þykir áhrifamikil lýsing á velmegunartímanum fyrir kreppuna miklu og tekst á við spillingu og hnignun þess tíma, ofgnótt og ídealisma. Í dag er Hinn mikli Gatsby talið til helstu meistaraverka heimsbókmenntanna en bókin fékk heldur dræmar móttökur þegar hún kom fyrst út. 16. maí 2013 12:00