Lífið

Spennt fyrir fjölda atriða á Listahátíð

Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og bókmenntafræðingur
Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og bókmenntafræðingur

„Mig langar rosalega að kíkja á Listahátíð í Reykjavík um helgina en þar sem ég er með veikt barn er ég ekki alveg örugg um að ég nái að fara. Ég held þó í vonina að hann hressist í tæka tíð eða ég finni einhvern vænlegan til að sitja yfir honum á meðan ég kíki á þá viðburði sem mig langar mest á,“ segir leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Listahátíðin í Reykjavík hefst í dag og segist Maríanna Clara vera spennt fyrir fjölda atriða á hátíðinni. Sérstaklega langar hana að sjá opnunaratriðið Vessel Orchestra sem verður sýnt á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í dag klukkan 17.45. „Ég er viss um að það verði rosalega flott. Þau Birgisbörn eru öll svo miklir snillingar,“ segir hún.

„Mig langar líka mikið að sjá Sprengd hljóðhimna vinstra megin/Stuna sem verður sýnt í Hafnarhúsinu á morgun. Það er endurgerð á verki sem var sýnt árið 1991 og er eftir Magnús Pálsson. Svo er ég rosalega spennt fyrir sýningunni Igor Stravinskí í 100 ár sem verður sýnt í Eldborg,“ segir Maríanna en þar taka Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn höndum saman og flytja tvö af frægustu danstónverkum Stravinskís, Vorblótið og Petrúska. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.