Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Freyr Bjarnason skrifar 17. maí 2013 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. nordicphotos/getty „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira