Lífið

Britney vill annað barn

Poppprinsessan Britney Spears er nýbyrjuð með kærasta sínum David Lucado en er strax farin að huga að barneignum.

Þessi 31 árs gamla söngkona á tvo syni, Sean Preston, sjö ára, og Jayden James, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline en vill fleiri börn.

Hressir strákar.

“Mig langar í stelpu,” segir Britney í viðtali við sjónvarpsþáttinn Extra. Hún bætir því við að það kæmi henni ekki á óvart ef synir hennar myndu feta í fótspor hennar í bransanum.

Nýi kærastinn.

“Þeir elska athyglina og myndu örugglega sóma sér vel í sviðsljósinu. Þeir eru litlir grínistar þannig að við sjáum til.”

Britney vill fleiri börn.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.