Lífið

Vill búa til brúðumyndbönd

Ronald Binian ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Carol Binian, við tökur á myndbandinu við Lágafell.
Ronald Binian ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Carol Binian, við tökur á myndbandinu við Lágafell. fréttablaðið/gva

Bandaríkjamaðurinn Ronald Binian, sem starfar hjá Latabæ, tók nýverið upp prufutónlistarmyndband með brúðu sem hann bjó til.

Hann hefur í hyggju að gera stærra tónlistarmyndband með brúðum og vill í leiðinni vekja upp áhuga hjá erlendum hljómsveitum á að taka hér upp tónlistarmyndbönd.

„Mig langar að hvetja hljómsveitir til að taka upp myndbönd á Íslandi og gera öðruvísi hluti í þeim, til dæmis með því að nota brúður,“ segir Binian.

„Landslagið á Íslandi er svakalega fallegt en ég held að fólk vilji sjá meira en það, til dæmis einhverjar persónur. Ég hef séð myndbönd þar sem tónlistarmennirnir standa úti í náttúrunni. Það er mjög fallegt en kannski er gaman að hafa einhverja sögu líka og gera eitthvað öðruvísi. Þess vegna erum við að nota brúður og við viljum sýna framleiðendum hvað er mögulega hægt að gera á Íslandi,“ segir hann.

Prufumyndbandið, sem hann gerði í samstarfi við fyrrverandi eiginkonu sína Carol Binian, verður sýnt í miðstöð brúðulistar í Atlanta í Georgíu, Centre For Puppetry Arts, á næstunni og vonast hann til að það fái þar mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.