Lífið

Vonar að fólk geti haldið Eurovisionpartý á laugardaginn

Doktori Gunna þykir lítið til íslenska lagsins koma. Hann vonar samt að það komist áfram svo Íslendingar geti haldið Eurovisionpartý á laugardaginn.
Doktori Gunna þykir lítið til íslenska lagsins koma. Hann vonar samt að það komist áfram svo Íslendingar geti haldið Eurovisionpartý á laugardaginn. MYND/VÍSIR

Í kvöld fer síðari undankeppni Eurovision fram í Malmö. Eins og kunnugt er mun Eyþór Ingi stíga á svið fyrir Íslands hönd og flytja lagið ,,Ég á líf“ eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson.

 

„Ég vil fá skræka kallinn frá Rúmeníu áfram, hann er svo fáránlegur. Maður nennir ekkert að horfa á þetta nema það sé nóg af svoleiðis atriðum“, segir Dr. Gunni. Annars spáir hann því að Noregur og Ísrael fljúgi upp úr undanúrslitunum.

 



Íslenska lagið er ekki í uppáhaldi hjá Gunna. „Þetta er náttúrlega hundleiðinlegt lag en vonandi kemst það samt áfram“, segir hann og ætlar að reyna að vera bjartsýnn þrátt fyrir að þykja lítið til lagsins koma. „Auðvitað vona ég að hann fari í gegn svo fólk geti skrallað og  haldið Eurovisionpartý á laugardaginn. Það er ekkert gaman að þessu nema Ísland taki þátt.“

 



Þetta árið heldur Gunni mikið upp á hina hollensku Anouk líkt og margir aðrir eurovisionsérfræðingar.  „Það er eina lagið með einhverju viti þarna og eina lagið sem ég myndi nenna að hlusta á utan keppninnar. Það er ákveðin sjarmi yfir því sem minnir á Loreen í fyrra“, segir Gunni sem spáir Hollandi sigri í ár. ,,Ef hún vinnur þetta ekki verður þetta skandinavískur sigur, annað hvort Danmörk eða Noregur taka þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.