Eyþór verður með Dalvík í bakgrunni Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 16. maí 2013 13:30 Eyþór á æfingunni í gær. Mynd/AFP „Ég ætla að taka þetta á æðruleysinu, gera mitt besta og skemmta mér vel. Allt annað er bara bónus,“ segir Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eins og flestum er kunnugt stígur Eyþór á Eurovision-sviðið í Malmö í kvöld og flytur framlag okkar Íslendinga, Ég á líf, fyrir alla Evrópu. Ísland er áttunda atriðið á svið þegar sautján lög keppa um tíu laus pláss í úrslitunum á laugardaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er með strengi í maganum því við erum búin að hlæja svo mikið. Þetta er ekki leiðinlegasti hópurinn til að ferðast með,“ segir Eyþór en með honum úti eru meðal annars lagahöfundarnir Örlygur Smári, Pétur Örn Guðmundsson (Jesú) og umboðsmaðurinn hans Valgeir Magnússon. Að sögn Eyþórs er atriðið allt að smella saman og meðal annars hefur verið unnin grafík til að hafa í bakgrunninum á sviðinu. „Þeir eru búnir að búa til hálfgerða eftirlíkingu af Dalvík. Það kemur mjög skemmtilega út og yljar manni að ímynda sér heimabæinn þarna á sviðinu,“ segir hann. Eyþór segir enn óákveðið hverju hann klæðist á sviðinu en valið standi á milli tveggja jakka sem báðir eru frá NTC. Á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn klæddist hann þó rauð-teinóttum fötum úr smiðju Guðmundar Jörundssonar og vöktu þau gríðarlega athygli. „Það voru ótrúlega margir sem spurðu út í fötin og eins hringana sem ég bar, en þeir eru sérhannaðir af Hansínu Jensdóttur,“ segir Eyþór. Eyþór segist ekki enn hafa sigtað út sinn helsta keppinaut eða það lag sem honum þykir líklegast til sigurs. Norðurlandaþjóðirnar séu þó allar taldar frekar sterkar, auk þess sem hin hollenska Anouk sé vinsæl. „Anouk er alveg mögnuð. Ætli lagið hennar, Birds, sé ekki mitt uppáhaldslag í keppninni. Það er smá James Bond fílingur í því og hún er bara alveg ótrúlega flott. Eins finnst mér maltneski strákurinn mjög skemmtilegur. Hann er einlægur og svolítið akústik. Við erum orðnir miklir félagar,“ segir hann. Eyþór Ingi á rauða dreglinum. Rauð-teinóttu fötin frá Guðmundi Jörundssyni vöktu mikla athygli. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Ég ætla að taka þetta á æðruleysinu, gera mitt besta og skemmta mér vel. Allt annað er bara bónus,“ segir Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eins og flestum er kunnugt stígur Eyþór á Eurovision-sviðið í Malmö í kvöld og flytur framlag okkar Íslendinga, Ég á líf, fyrir alla Evrópu. Ísland er áttunda atriðið á svið þegar sautján lög keppa um tíu laus pláss í úrslitunum á laugardaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er með strengi í maganum því við erum búin að hlæja svo mikið. Þetta er ekki leiðinlegasti hópurinn til að ferðast með,“ segir Eyþór en með honum úti eru meðal annars lagahöfundarnir Örlygur Smári, Pétur Örn Guðmundsson (Jesú) og umboðsmaðurinn hans Valgeir Magnússon. Að sögn Eyþórs er atriðið allt að smella saman og meðal annars hefur verið unnin grafík til að hafa í bakgrunninum á sviðinu. „Þeir eru búnir að búa til hálfgerða eftirlíkingu af Dalvík. Það kemur mjög skemmtilega út og yljar manni að ímynda sér heimabæinn þarna á sviðinu,“ segir hann. Eyþór segir enn óákveðið hverju hann klæðist á sviðinu en valið standi á milli tveggja jakka sem báðir eru frá NTC. Á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn klæddist hann þó rauð-teinóttum fötum úr smiðju Guðmundar Jörundssonar og vöktu þau gríðarlega athygli. „Það voru ótrúlega margir sem spurðu út í fötin og eins hringana sem ég bar, en þeir eru sérhannaðir af Hansínu Jensdóttur,“ segir Eyþór. Eyþór segist ekki enn hafa sigtað út sinn helsta keppinaut eða það lag sem honum þykir líklegast til sigurs. Norðurlandaþjóðirnar séu þó allar taldar frekar sterkar, auk þess sem hin hollenska Anouk sé vinsæl. „Anouk er alveg mögnuð. Ætli lagið hennar, Birds, sé ekki mitt uppáhaldslag í keppninni. Það er smá James Bond fílingur í því og hún er bara alveg ótrúlega flott. Eins finnst mér maltneski strákurinn mjög skemmtilegur. Hann er einlægur og svolítið akústik. Við erum orðnir miklir félagar,“ segir hann. Eyþór Ingi á rauða dreglinum. Rauð-teinóttu fötin frá Guðmundi Jörundssyni vöktu mikla athygli.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira