Eyþór verður með Dalvík í bakgrunni Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 16. maí 2013 13:30 Eyþór á æfingunni í gær. Mynd/AFP „Ég ætla að taka þetta á æðruleysinu, gera mitt besta og skemmta mér vel. Allt annað er bara bónus,“ segir Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eins og flestum er kunnugt stígur Eyþór á Eurovision-sviðið í Malmö í kvöld og flytur framlag okkar Íslendinga, Ég á líf, fyrir alla Evrópu. Ísland er áttunda atriðið á svið þegar sautján lög keppa um tíu laus pláss í úrslitunum á laugardaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er með strengi í maganum því við erum búin að hlæja svo mikið. Þetta er ekki leiðinlegasti hópurinn til að ferðast með,“ segir Eyþór en með honum úti eru meðal annars lagahöfundarnir Örlygur Smári, Pétur Örn Guðmundsson (Jesú) og umboðsmaðurinn hans Valgeir Magnússon. Að sögn Eyþórs er atriðið allt að smella saman og meðal annars hefur verið unnin grafík til að hafa í bakgrunninum á sviðinu. „Þeir eru búnir að búa til hálfgerða eftirlíkingu af Dalvík. Það kemur mjög skemmtilega út og yljar manni að ímynda sér heimabæinn þarna á sviðinu,“ segir hann. Eyþór segir enn óákveðið hverju hann klæðist á sviðinu en valið standi á milli tveggja jakka sem báðir eru frá NTC. Á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn klæddist hann þó rauð-teinóttum fötum úr smiðju Guðmundar Jörundssonar og vöktu þau gríðarlega athygli. „Það voru ótrúlega margir sem spurðu út í fötin og eins hringana sem ég bar, en þeir eru sérhannaðir af Hansínu Jensdóttur,“ segir Eyþór. Eyþór segist ekki enn hafa sigtað út sinn helsta keppinaut eða það lag sem honum þykir líklegast til sigurs. Norðurlandaþjóðirnar séu þó allar taldar frekar sterkar, auk þess sem hin hollenska Anouk sé vinsæl. „Anouk er alveg mögnuð. Ætli lagið hennar, Birds, sé ekki mitt uppáhaldslag í keppninni. Það er smá James Bond fílingur í því og hún er bara alveg ótrúlega flott. Eins finnst mér maltneski strákurinn mjög skemmtilegur. Hann er einlægur og svolítið akústik. Við erum orðnir miklir félagar,“ segir hann. Eyþór Ingi á rauða dreglinum. Rauð-teinóttu fötin frá Guðmundi Jörundssyni vöktu mikla athygli. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Ég ætla að taka þetta á æðruleysinu, gera mitt besta og skemmta mér vel. Allt annað er bara bónus,“ segir Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eins og flestum er kunnugt stígur Eyþór á Eurovision-sviðið í Malmö í kvöld og flytur framlag okkar Íslendinga, Ég á líf, fyrir alla Evrópu. Ísland er áttunda atriðið á svið þegar sautján lög keppa um tíu laus pláss í úrslitunum á laugardaginn. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er með strengi í maganum því við erum búin að hlæja svo mikið. Þetta er ekki leiðinlegasti hópurinn til að ferðast með,“ segir Eyþór en með honum úti eru meðal annars lagahöfundarnir Örlygur Smári, Pétur Örn Guðmundsson (Jesú) og umboðsmaðurinn hans Valgeir Magnússon. Að sögn Eyþórs er atriðið allt að smella saman og meðal annars hefur verið unnin grafík til að hafa í bakgrunninum á sviðinu. „Þeir eru búnir að búa til hálfgerða eftirlíkingu af Dalvík. Það kemur mjög skemmtilega út og yljar manni að ímynda sér heimabæinn þarna á sviðinu,“ segir hann. Eyþór segir enn óákveðið hverju hann klæðist á sviðinu en valið standi á milli tveggja jakka sem báðir eru frá NTC. Á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn klæddist hann þó rauð-teinóttum fötum úr smiðju Guðmundar Jörundssonar og vöktu þau gríðarlega athygli. „Það voru ótrúlega margir sem spurðu út í fötin og eins hringana sem ég bar, en þeir eru sérhannaðir af Hansínu Jensdóttur,“ segir Eyþór. Eyþór segist ekki enn hafa sigtað út sinn helsta keppinaut eða það lag sem honum þykir líklegast til sigurs. Norðurlandaþjóðirnar séu þó allar taldar frekar sterkar, auk þess sem hin hollenska Anouk sé vinsæl. „Anouk er alveg mögnuð. Ætli lagið hennar, Birds, sé ekki mitt uppáhaldslag í keppninni. Það er smá James Bond fílingur í því og hún er bara alveg ótrúlega flott. Eins finnst mér maltneski strákurinn mjög skemmtilegur. Hann er einlægur og svolítið akústik. Við erum orðnir miklir félagar,“ segir hann. Eyþór Ingi á rauða dreglinum. Rauð-teinóttu fötin frá Guðmundi Jörundssyni vöktu mikla athygli.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira