Lífið

Snúa til baka eftir tíu ár

Félagarnir í Thule auglýsingunni eru túlkaðir af þeim Gunnari Hanssyni og Sveini Geirssyni.
Félagarnir í Thule auglýsingunni eru túlkaðir af þeim Gunnari Hanssyni og Sveini Geirssyni.

Félagarnir í Thule auglýsingunum slógu rækilega í gegn á sínum tíma og voru í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Enda var stundum eins og sjónvarpið breyttist í spegil þegar hinir eitursnjöllu og stoltu Íslendingar birtust á skjánum. 

Eftir tíu ára hlé hafa félagarnir nú loks hist aftur en upptökum á nýrri seríu með þeim lauk nýlega. Líkt og áður eru félagarnir túlkaðir af leikurunum Gunnari Hanssyni og Sveini Geirssyni.

Þótt lítið hafi farið fyrir þeim Thule félögum að undanförnu hefur ýmislegt gengið á í lífum þeirra eins og annarra Íslendinga, til dæmis bankahrun og kreppa, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur landinn haldið áfram að gera garðinn frægan erlendis eins og ávallt. Félagarnir hafa því um ýmislegt að spjalla enda margt sem þarf að útskýra fyrir umheiminum.

Á sínum tíma varð jákvæðni þeirra og stolt í garð þjóðarinnar víðfræg og sjarmeraði margan Íslendinginn. Þá enduðu Thule auglýsingarnar á slagorðinu Ísland best í heimi. Nú er spurning hvort félagarnir séu enn á þeirri skoðun. Því verður væntanlega svarað í kvöld en fyrsta auglýsingin í nýju  seríunni verður frumsýnd á undan Eurovisionkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.