Lífið

Hvar er dressið hennar Selmu eiginlega?

Ellý Ármanns skrifar

„Ég auglýsi hér með eftir því vegna þess að Hard Rock Café bað um dressið mitt á sínum tíma og vildi hafa það upp á vegg á einhverri gínu og svo hætti Hard Rock og ég hef ekki séð búninginn minn síðan," svarar Selma Björnsdóttir Euorvisionfari spurð um búninginn í viðtali hjá útvarpsmanninum Ívari Guðmunds á Bylgjunni

Búningurinn sem um ræðir er sá sem Selma klæddist árið 1999 þegar hún söng lagið All Out Of Luck fyrir Íslands hönd og landaði 2. sætinu í keppninni sælla góðra minninga.  Ívar biður fólk sem veit hvar búningurinn hennar Selmu er niður kominn að senda sér upplýsingar á netfangið ivar@bylgjan.is.

Hlustaðu á viðtalið sem Ívar tók við Selmu með því að smella á linkinn hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.