Lífið

Helgarmaturinn - Dásamlegt sumarsalat með nautavöðva

Anna Birna Helgadóttir
Anna Birna Helgadóttir

Anna Birna Helgadóttir á heiðurinn af þessu bragðgóða og einfalda salati sem fæddist eitt sumarkvöldið í eldhúsinu hjá henni.

Salatblanda

Tómatar

Rauð paprika

Sellerí

Rauðlaukur í strimlum steiktur á vægum hita upp úr balsamikediki

Avókadó

Ristaðar furuhnetur

Fetakubbur muldur yfir

Nautavöðvi (innralæri eða lund) kryddaður með salti og pipar og snöggsteiktur 2-3 mín. á hvorri hlið (medium rare). Skerið í þunnar sneiðar og dreifið yfir salatið.

Gott er að bæta einhverjum ávöxtum við eins og mangói, jarðarberjum eða bláberjum.

Verði ykkur að góðu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.