Lífið

36 kílóum léttari

Leikkonan Mo’Nique er búin að gjörbreyta lífsstíl sínum og er byrjuð að æfa á hverjum degi. Þetta hefur svo sannarlega borgað sig og lítur hún stórkostlega út.

Mo’Nique er búin að léttast um 36 kíló síðan hún ákvað að taka sig á svo hún gæti lifað til að sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi.

Í fínu formi.

“Ég ákvað að hætta að vera eigingjörn og borða allt. Og ég borðaði allt. Ég var matarfíkill,” segir leikkonan.

Leikkonan var bústnari þegar hún tók við Óskarnum árið 2010.

Mo’Nique hleypur mikið, stundar jóga, spilar körfubolta og lyftir lóðum. Hún leyfir aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast vel með æfingum sínum og hreykir sér meðal annars af því að gera fimmtíu magaæfingar á dag.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.