Lífið

Til í að gifta sig í fjórða sinn

Söngkonan Jennifer Lopez hefur gengið í það heilaga þrisvar sinnum og útilokar ekki að hún geri það í fjórða sinn með kærasta sínum Casper Smart.

Jennifer var gift Ojani Noa á árunum 1997 til 1998, Chris Judd frá 2001 til 2002 og játaðist söngvaranum Marc Anthony árið 2004 en þau skildu í fyrra.

Eiginmaður númer 1.

Talsverður aldursmunur er á J. Lo og nýja kærastanum en hún er 43ja ára og hann 25 ára. Hún segist samt vilja ganga upp að altarinu með honum.

Eiginmaður númer 2.

“Ég veit það ekki, örugglega. Mér finnst þetta gaman. Mér finnst hugmyndin góð og mér hefur alltaf fundist það. Ég gef ekki ævintýrið upp á bátinn,” segir Jennifer í viðtali við Entertainment Tonight.

Eiginmaður númer 3.
Eiginmaður númer 4?

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.