Lífið

Þrenn pör af nýjum skóm fyrir sumarið

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Stefán Svan veit hvað hann syngur þegar um tísku er að ræða.
Stefán Svan veit hvað hann syngur þegar um tísku er að ræða.

Stefán Svan Aðalheiðarson, tískuspekúlant og fagurkeri, segir í nýútkominni tískuhandbók Nýs Lífs að þrenn ný skópör séu nauðsyn í fataskápinn fyrir sumarið. „Þú þarft þrenn pör af nýjum skóm. Töff strigaskó með þykkum botni, támjóa hælaskó með lágum eða háum hælum og lága leðurskó með herrasniði.“ Í handbókinni er farið vel ofan í saumana á straumum og stefnum tískunnar í sumar.

Stefán segir litagleðina verða við völd. ,,Neon- og pastellitir eru allsráðandi og gaman er að blanda þeim saman við brúna og náttúrulegri liti. Einnig eru sportáhrif ákaflega áberandi, háskólabolir, jersey-efni og laskaermar svo eitthvað sé nefnt.“

 

Forsíðu sumarhandbókar Nýs Lífs prýðir fyrirsætan Kolfinna frá Eskimo en myndin er eftir Rafael Pinho ljósmyndara. Anna Clausen er stílisti.

Mynstur í ýmsum útfærslum verða einnig vinsæl. „Því meira mynstur, því betra. Blandaðu saman mystrum eða notaðu sama mynstrið frá toppi til táar. Fyrir þá sem treysta sér ekki alveg í það, mæli ég með að velja eina sterka mynstraða flík og para saman með látlausari. Dýramynstur eru ennþá sterk og þá helst hlébarðamynstur“, segir Stefán.

Augljóst er að mikið tískusumar er í vændum. Í handbók Nýs Lífs má finna margvísleg tískutengd ráð þar sem komið er inn á litapalletur og samsetningar, auk fallegra myndaþátta þar sem lesandinn fær að sjá það fallegasta úr búðum borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.